is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38357

Titill: 
  • ,,Það eru allir frekar stoltir af þessu og maður er það líka“: Upplifun ungs fólks á stuðningi til að verða virkir samfélagsþegnar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að kanna reynslu og upplifun ungs fólks sem notið hefur fjárhagsaðstoðar til framfærslu hjá Reykjavíkurborg með það í huga að fá fram þeirra viðhorf á því hvaða stuðningur og úrræði hafa gagnast þeim við að komast í virkni á vinnumarkaði eða í skóla. Rannsóknin var unnin með eigindlegri aðferð og tekin voru hálfopin viðtöl við þátttakendur. Áhersla var lögð á að raddir notenda þjónustunnar fengju að heyrast og voru tekin viðtöl við sjö unga einstaklinga á aldrinum 18 til 29 ára sem fengu fjárhagsaðstoð til framfærslu hjá Reykjavíkurborg á árinu 2019 í sex mánuði eða lengur. Jafnframt voru tekin viðtöl við þrjá fagaðila sem starfa með ungu fólki sem ekki eru í námi eða vinnu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að ungt fólk óskar eftir persónulegri þjónustu og úrræðum við að komast í virkni og að fjárhagsaðstoð ein og sér sé ekki það sem gagnist þeim. Helstu áskoranir og hindranir við að komast í virkni voru vandamál í þjónustu, sem og að vandi unga fólksins sjálfs hafði áhrif, en þau höfðu öll glímt við ýmsa erfiðleika. Þá hafði félagslegur bakgrunnur þeirra áhrif á hæfni þeirra til þátttöku í samfélaginu. Fagaðilar sem þátt tóku í rannsókninni tóku undir það að ungt fólk þurfi úrræði og þjónustu við hæfi. Jafnframt lögðu þeir áherslu á að bregðast þurfi fyrr við vanda ungs fólks, með aðstoð og stuðningi og taka þurfi tillit til félagslegs umhverfis sem unga fólkið kemur úr. Jafnframt geti vandi í kerfinu verið hamlandi, svo sem úrræðaleysi og biðtími eftir úrræðum. Þá leiddu niðurstöður í ljós að álag í starfi fagfólks geti jafnframt verið áskorun og haft þau áhrif að ekki takist að aðstoða ungt fólk svo vel sé. Mikilvægt er að leita allra leiða til að styðja ungt fólk til virkni með það að markmiði að þau þurfi ekki á fjárhagsaðstoð til framfærslu að halda, geti bjargað sér af eigin rammleik og orðið virkir þátttakendur í samfélaginu.
    Lykilorð: Ungt fólk, fjárhagsaðstoð, persónuleg þjónusta, valdefling, félagslegt umhverfi, menntun, álag. 

  • Útdráttur er á ensku

    The main purpose of this study is to gain insight to the experience of young people who have received financial assistance from the government, the resources available to them in order to enter the job market or study and be active members of society. The study was conducted using a qualitative method and semi-structured interviews were conducted with participants. Emphasis was placed on hearing the voices of users of the service, and interviews were conducted with seven young individuals aged 18 to 29 who received financial assistance for support from the City of Reykjavík in 2019 during six month period or longer. In addition, interviews were conducted with three professionals who worked with young people who are neither in education or work.
    The main findings indicate that young people want personalised assistance and resources to get active and that financial assistance alone is not what benefits them. The main challenges and obstacles the participants of the study experienced were problems with the service they received, along with individual disorders and trauma, but they all had prior history of difficulties. Their social background also affected their ability to participate in society. Professionals who took part in the study agreed that young people need appropriate resources and services for their personal needs. They also emphasise the need to respond to young people's problems earlier on, with help and support, and to address the social environment from which young people emerge. At the same time, a lack of, and waiting time for resources in the system, can be inhibiting. The results also showed that the workload of professionals could be a challenge and have the effect that they were not capable of assisting the young people as needed. It is important to seek all means to support young people in order for them not to need financial support and rendering them capable of being active participants in society.
    Key words: Young people, financial aid, personal support, empowerment, social environment, education, work load.

Samþykkt: 
  • 11.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38357


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing MA ritgerð Þuríður Sig. 10.05.2021 Það eru allir frekar stoltir af þessu.pdf276,92 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MA ritgerð í félagsráðgjöf Þuríður Sigurðardóttir Það eru allir frekar stoltir af þessu 10.05.2021_lesid GP.pdf1,49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna