is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38362

Titill: 
  • Þjóðernisvarnir. Viðhorf Íslendinga til innflytjenda á fyrri hluta 20. aldarinnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um viðbrögð landsmanna við innflytjendunum sem komu til Íslands frá upphafi 20. aldarinnar til 1940. Skoðað er hverjar hugmyndir Íslendinga um útlendinga voru eftir langvarandi einangrun og hvernig þær þróuðust eftir að landið opnaðist umheiminum. Fyrsti kafli ritgerðarinnar veitir upplýsingar um vaxandi þjóðerniskennd Íslendinga og viðhorf þeirra til erlendra auðmanna við upphaf 20. aldarinnar, en í honum er einnig rannsakað hvernig Íslendingar komu fram við innflytjendur, bæði „framandi“ og kunnuglega. Annar kaflinn gerir grein fyrir útlendingastefnu ríkisstjórnarinnar eftir 1918 og hvernig fullveldið mótaði viðhorf Íslendinga til aðkomufólks. Farið verður yfir hvernig þjóðernishyggja óx í landinu og í lok kaflans verður skoðað á hvaða forsendum ríkisstjórnin veitti útlendingum íslenskan ríkisborgararétt og hverjir fengu hann á þriðja áratugnum. Í þriðja kaflanum er farið yfir harðnandi viðhorf landsmanna í garð útlendinga og breytta stefnu stjórnvalda í ljósi atvinnuleysis og útlendingaandúðar á fjórða áratugnum. Fært verður rök fyrir því að álit landsmanna hafi orðið öfgafyllra í kjölfar kreppunnar miklu og að stefna ríkisstjórnarinnar hafi mótast af þjóðernishyggju. Síðar í kaflanum verður fjallað um viðleitni Íslendinga til að halda þjóðerni sínu „hreinu“ og í lok hans er skoðað hvort að kröfur stjórnvalda til erlendra umsækjenda íslensks ríkisborgararéttar hafi aukist á fjórða áratugnum.

Samþykkt: 
  • 11.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38362


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þjóðernisvarnir – Högni Grétar Kristjánsson.pdf610.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.jpg1.59 MBLokaðurYfirlýsingJPG