Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38368
þá má líta á staðarímynd og staðarsjálfsmynd sem tvær hliðar á sama peningi, en hvorug hefur merkingu án hinnar. Þetta eru tvö kjarnahugtök í markaðsfræðinni og eru lykilatriði þegar kemur að vörumerkjaþróun staða og leggur grunninn að svæðisbundnum vörumerkjum eins og sveitarfélögum. í þessu samhengi er hlutverk íbúa er talið vera mjög þýðingarmikið vegna þess að þátttak þeirra og samráð geti skilað mun árangursríkari og sjálfbærari vörumerkjum. Þessi rannsóknin hafði það meginmarkmið að meta og mæla ímynd og staðarsjálfsmynd Reykjanesbæjar frá sjónarhóli íbúa og starfsmanna sveitarfélagsins. Ákveðið var að rannsaka þrjá hópa innan bæjarfélagsins og bera þá saman en þetta voru starfsmenn Reykjanesbæjar, íbúar af íslenskum uppruna og íbúar af erlendum uppruna. Ef það er tekið mið af öllum íbúum Reykjanesbæjar þá kemur í ljós að heildarímynd sveitarfélagsins er fremur hlutlaus. Þó eru bæjarbúar almennt sammála um að samfélagið í Reykjanesbæ sé fjölbreytt og það sé staður með sál og sögu. Fjölskylduvænt samfélag og að Reykjanesbær sé eftirsóttur staður fyrir fjölskyldur. Bæjarbúar af erlendum uppruna eru ósammála þeirri fullyrðingu að fasteignaverð sé viðráðanlegt en íbúar af íslenskum uppruna eru nokkuð hlutlausir. Á meðan íbúar af íslenskum uppruna skynja sterkt að þeir tilheyra samfélaginu, þá mælist sú skynjun mun lægri hjá íbúum af erlendum uppruna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS_ritgerð_gunnar_vidir.pdf | 3,13 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_gunnar_vidir.pdf | 80,45 kB | Lokaður | Yfirlýsing |