Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38369
Í þessari ritgerð eru kannaðar ástæður þess að Guðný Halldórsdóttir og aðrar konur í kvikmyndaiðnaðinum hafa ekki fengið verðskuldaða athygli fyrir kvikmyndir sínar. Skoðuð eru áhrif fjölmiðlaumræðu og hinnar karllægu sögulegu kanónu á stöðu kvenna í kvikmyndaiðnaðinum í fortíð og nútíð. Til þess að færa rök fyrir áhrifum þessara tveggja þátta er viðtökusaga valdra mynda Guðnýjar Halldórsdóttur skoðuð sérstaklega og tekin til femínískrar greiningar. Seinni hluti ritgerðarinnar er þar af leiðandi helgaður femínískri viðtökusögu á eftirfarandi myndum Guðnýjar Halldórsdóttur: Kristnihald undir Jökli (1989), Karlakórinn Hekla (1992) og Veðramót (2007). Í ljós kom að verulegur munur er á fjölda umfjallana og innihaldi þeirra eftir kyni leikstjóra. Ritgerðin færir rök fyrir því að kvikmyndaiðnaðurinn hérlendis sé karllægur og að miðað sé við að kvikmyndagerðarmenn séu karlkyns. Kynjamismunun kvenna í kvikmyndaiðnaðinum má rekja til margvíslegra þátta sem áhugavert er að skoða, en ljóst er að fjölmiðlaumfjöllun hefur sitt að setja.
This thesis explores the reasons why Guðný Halldórsdóttir, as well as other women in the Icelandic film industry, have not received the recognition they deserve. Its focus is on the particular effects the media and the historically patriarchal canon have had, and continue to have, on women’s status in filmmaking. To substantiate these two influential factors, the reception of select films by Guðný Halldórsdóttir will be examined specifically and analyzed from a feminist viewpoint. The latter part of the paper is consequently dedicated to the feminist reception of the following films by Halldórsdóttir: Under the Glacier (1989), The Mens’s Choir (1992) and The Ouiet Storm (2007). What is revealed is a considerable discrepancy between media coverage and its contents in regard to the directors’ gender. The thesis argues that the Icelandic film industry is androcentric and has male directors as its main point of reference. While gender inequality in the film industry can be traced to varied factors that are interesting to examine, the effects of media coverage on said inequality are undeniable.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing..pdf | 54,12 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Falin fyrirmynd..pdf | 415,9 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |