is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38371

Titill: 
  • Að vekja þau látnu til lífsins: Upplýsingahegðun áhugafólks um ættfræði og fjölskyldusögu.
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin segir frá eigindlegri rannsókn sem gerð var á upplýsingahegðun áhugafólks um ættfræði og fjölskyldusögu. Tekin voru sjö einstaklingsviðtöl við fólk á aldrinum 48 til 76 ára. Þær rannsóknarspurningar sem leitast var við að svara voru: Hvað er það sem fær einstaklinga til að stunda ættfræði og skoða fjölskyldusögu? Hvers konar form á upplýsingum er sóst eftir og hvaða aðferðum er beitt til að afla þeirra? Hvernig nær fólk að tengjast þeim sem rannsakaðir eru?
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að stór hluti þátttakanda taldi áhuga sinn á ættfræði og fjölskyldusögum hafa kviknað á uppvaxtarárum sínum og röktu áhugann til uppeldis- og umhverfisaðstæðna. Greind voru þrjú þemu: 1. Ættfræði á mínum forsendum. 2. Form upplýsinga og heimilda. 3. Að vekja þá látnu til lífsins. Viðhorf þátttakanda til upplýsinganotkunar voru á mörgum sviðum ólík og áberandi munur hve miklum tíma þátttakendur vörðu til upplýsingaleitar. Yngri notendur notuðust við nýrri og aðgengilegri upplýsingaleiðir eins og Íslendingabók og samskiptamiðla og vörðu minni tíma til ættrakninga en þeir sem eldri voru.
    Þátttakendur notast við ritaðar heimildir, samskipti sem oft fara fram á rafrænum miðlum og sjónrænar upplýsingar. Helstu upplýsingamiðlar eru rafrænir gagnagrunnar eins og Íslendingabók og leitarvél Google. Í kjölfar mikilla ættrakninga undanfarna áratuga og birtingu þeirra hefur verið þrengt að rannsóknartækifærum ættfræðinga. Þeir hafa brugðist við með því að rannsaka aðrar sögulegar upplýsingar, oft utan við hefðbundnar ættfræðirannsóknir. Á sama tíma hefur hinn hluti þessa áhugamáls, fjölskyldusagan, bólgnað út í kjölfar aukin magns af rafrænum upplýsingum um einstaklinga.
    Áhugafólk um ættfræði og fjölskyldusögu, styðst við ýmsar upplýsingaaðferðir til þess að komast í návígi við ættfólk sitt. Þátttakendur viðuðu að sér sögulegum upplýsingum og staðfræðilegum til að setja sig í spor þeirra sem þeir rannsökuðu.

Samþykkt: 
  • 12.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38371


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skemman-skann.jpg992,83 kBLokaðurYfirlýsingJPG
MIS (Ættfræði og fjölskyldusaga).pdf1,11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna