is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38372

Titill: 
  • Mat háskólanema á eigin námshæfni í tengslum við sjálfræði þeirra, líðan og félagsleg tengsl í Covid-19
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að kanna forspá líðanar í aðstæðum Covid-19, sjálfræðis, náinna tengsla við fjölskyldu og félagslegra tengsla við samnemendur um mat háskólanemenda á eigin námshæfni. Gögnin sem unnið var með komu úr samstarfsrannsókn milli Háskólans á Akureyri og Vínarháskóla. Þátttakendur voru úr fjórum háskólum og alls tóku 356 manns þátt í rannsókninni. Niðurstöður aðhvarfsgreininga sýndu í fyrsta lagi að því betri sem náin tengsl nemenda voru og því meira sem sjálfræði þeirra var í námi því betri töldu þeir námshæfni sína en forspá félagslegra tengsla var ekki fyrir hendi. Í öðru lagi sýndu niðurstöður að betri líðan í aðstæðum Covid-19 spáði einnig fyrir um betra mat nemenda á eigin námshæfni, að teknu tilliti til fyrrnefndra þátta. Í þriðja lagi sýndu niðurstöður að sjálfræði miðlaði að hluta til áhrifum náinna og félagslegra tengsla á námshæfni. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja sjálfsákvörðunarkenninguna um grundvallaráhrifaþætti hæfni og farsældar, m.a. í námi. Rannsóknin er viðbót við rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi sjálfræðis og náinna tengsla. Þá felst það nýnæmi í niðurstöðum að sjálfræði miðlar áhrifum félagslegra og náinna tengsla á mat nemenda á námshæfni þeirra. Vonast er til að rannsókn þessi auki almenna umræðu um velferð háskólanema og síðast en ekki síst, að hún skili sér í vinnu náms- og starfsráðgjafa sem eru nemendum til stuðnings meðan á námi stendur.

  • Útdráttur er á ensku

    The main goal of the study was to examine whether social and close relations predicted competence to study among university students. In addition, the relationship between well-being in the circumstances of Covid-19 and competence to study was examined, controlling for both autonomy and social and close relations. The data was collected in a co-operational study between the University of Akureyri and the University of Vienna. There were 356 participants from four universities. Results from multiple regression analyses suggested firstly that closer relationships with friends and family and more autonomy were associated with more competence to study, but social relations were not significantly associated with competence to study. Secondly, more well-being during the circumstances of Covid predicted more competence to study, controlling for the factors mentioned above. Thirdly, results showed that autonomy mediated the effect of social and close relationships on competence to study. Results supported the self-determination theory on fundamental influential factors of competence and prosperity in e.g. academia. The study adds to existing research that demonstrates the importance of autonomy and close relationships with friends and family. The results also include the novelty of showing that autonomy mediates the effect of close and social relationships on competence to study. Hopefully, this study will increase general discussions about the well-being of college students and, finally, be useful in the work of guidance- and career counsellors, who support students during the time of their studies.

Samþykkt: 
  • 12.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38372


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólína Freysteins.pdf1.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Scan_olina_110520210691_001.pdf43.9 kBLokaðurYfirlýsingPDF