is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38374

Titill: 
 • Breytingastjórnun - Framtíðarvinnustaðurinn: Leiðin að árangursríkri innleiðingu á verkefnamiðuðu vinnuumhverfi og nýjum leiðum til að vinna
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarverkefnisins er að veita frekari innsýn í það nútímastarfsumhverfi sem spratt upp á tíunda áratugnum og er að verða eitt vinsælasta vinnuumhverfið í heiminum, það er verkefnamiðað vinnuumhverfi (VMV) (e. activity-based workplace). Slíkur vinnustaður hefur leitt til mikilla breytinga á vinnubrögðum starfsfólks og veitt fyrirtækjum ýmsan ávinning. VMV veitir starfsfólki ekki sína eigin föstu starfsstöð heldur getur starfsfólk valið sér starfsstöð eftir verkefninu hverju sinni, t.d. næðisrými eða hópavinnuaðstöðu. Innleiðing á VMV á að bæta þætti líkt og samvinnu, starfsánægju, framleiðni og sveigjanleika. Aftur á móti, svo að starfsfólk geti unnið í VMV þurfa vinnubrögð að breytast yfir í svokallað nýjar leiðir til að vinna (Newwow) (e. new ways of working). Það telst eðlilegt að fyrirtæki lendi í vandræðum með innleiðingu á VMV þar sem árangur innleiðinganna hafa ekki alltaf verið sem skyldi. Rannsóknarefnið mun beina ljósi að þeim vandamálum sem geta komið upp þegar VMV er innleitt og hvaða þáttum er mikilvægt að gera sér grein fyrir þegar fyrirtæki ætla að breyta vinnubrögðum sínum yfir í Newwow. Rannsóknarspurningarnar eru eftirfarandi:
  - Hver er ávinningur þessara fyrirtækja sem hafa innleitt VMV og hverju vildu þau fá áorkað með innleiðingunni?
  - Er VMV framtíðarvinnustaðurinn ?
  - Hvaða þætti þarf að hafa í huga eigi að innleiða VMV á árangursríkan hátt?
  Til að svara rannsóknarspurningunum var innleiðingarferli á VMV hjá Eimskip og TVG-Zimsen kannað. Gagna var aflað með viðtölum sem fóru fram á tímabilinu 30. október til 8. Desember 2020. Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar var að ýmis ávinningur var við innleiðingu á VMV. Fyrst og fremst var ástæðan bætt og aukin samskipti og samvinna, í öðru lagi hagræðing á rekstrarkostnaði, þriðja lagi nútíma kröfum um vinnuumhverfi mætt og að lokum vegna eftirsóknarverðari vinnustaðar. Niðurstöður leiða einnig í ljós að mannlegi þátturinn er hvað erfiðastur við innleiðingarferli á VMV og mikilvægt er að stuðla að skýru upplýsingaflæði og virkri þátttöku stjórnenda, starfsfólks og annarra sem eiga hlut í máli, sérstaklega við eftirfylgni innleiðingarinnar. Því fyrr sem starfsfólk samþykkir vinnuumhverfið því meiri líkur eru á aukinni starfsánægju, en mikilvægt er þó að gera sér grein fyrir að aðlögun tekur tíma.
  Rannsakandi telur að rannsóknin gæti vel verið nytsamleg fyrir nútíma fyrirtæki á bæði innlendum og erlendum mörkuðum. Mikilvægt er að átta sig á nútímanum og fylgja bæði jákvæðri þróun framtíðarinnar og samtímanum. Samhliða því er nauðsynlegt að átta sig á hvernig vinnuumhverfi hentar hverju fyrirtæki fyrir sig. Rannsakandi telur einnig að frekari rannsóknir á VMV og Newwow séu gríðarlega mikilvægar þar sem fyrirtæki færa sig sífellt nær því vinnuumhverfi sem hefur áhrif á starfsfólk þeirra allra.

Samþykkt: 
 • 12.5.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38374


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing.um.medferd.lokaverkefnis.pdf217.64 kBLokaðurYfirlýsingPDF
lokaskil-meistararitgerð-6.5.21.pdf3.01 MBLokaður til...19.06.2051HeildartextiPDF

Athugsemd: Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í 30 ár.