is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38379

Titill: 
 • Stokkasegi á Íslandi: Faraldsfræði, meðferð og horfur
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: Stokkasegi (cerebral venous and sinus thrombosis) er orsök um 0,5–1% allra heilablóðfalla. Hann á sér stað þegar einn eða fleiri af bláæðastokkum heilans stíflast vegna blóðsega. Stíflan getur valdið blæðingu og/eða heiladrepi auk hækkaðs innankúpuþrýstings. Stokkasegi er algengastur hjá konum á aldrinum 18–50 ára. Megináhættuþættir er segahneigð (ættgeng eða áunnin), getnaðarvarnarlyf, meðganga, sængurlega, sýkingar og krabbamein. Erfitt getur reynst að greina stokkasega vegna fjölbreyttra einkenna og erfiðrar myndgreiningar á köflum. Nýgengi og faraldsfræði stokkasega á Íslandi hefur aldrei verið könnuð áður. Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka nýgengi stokkasega á Íslandi á tímabilinu 2008–2020, áhættuþætti, einkenni, meðferð og horfur.
  Efni og aðferðir: Framkvæmd var afturskyggn rannsókn þar sem upplýsingum úr sjúkraskrám einstaklinga sem greindust með stokkasega á tímabilinu frá 1. janúar 2008 til 31. desember 2020 var safnað. Eftirfarandi þættir voru skoðaðir: kyn, greiningarár, aldur við greiningu, einkenni, áhættuþættir, rannsóknarniðurstöður, meðferðir og afdrif. Úrvinnsla fór fram í Excel og í Rstudio.
  Niðurstöður: Rannsóknarúrtakið samanstóð af 31 einstaklingi, þar af 22 konum og 9 karlmönnum. Yfir allt tímabilið var meðalnýgengið 0,72/100.000 manns á ári. Meðalaldur var 34,3 ár (14–63 ára). Algengasta einkennið var höfuðverkur (87%). Önnur einkenni voru staðbundin taugaeinkenni, flog og skert meðvitund. Algengasti áhættuþátturinn meðal kvenna var notkun getnaðarvarnarlyfja (73%). Fjórir sjúklingar höfðu engan þekktan áhættuþátt. Í 74% tilfella var stokkaseginn í þverstokki. Stokkasegi var í tveimur eða fleiri bláæðastokkum í 58% tilfella. Allir sjúklingarnir voru lagðir inn á sjúkrahús. Meðallengd sjúkrahúsvistar var 15,3 dagar. 10 voru lagðir inn á gjörgæslu, þrír sjúklingar þurftu á skurðaðgerð að halda og einn sjúklingur lést vegna sjúkdómsins. Allir sjúklingarnir voru settir á blóðþynningarmeðferð. Langoftast var byrjað á heparíni/léttheparíni og síðan tók við meðferð á warfaríni eða NOAC lyfjum. Eftir þrjá mánuði mældust 87% sjúklinganna með 0-2 á modified Rankin skalanum (mRS) og höfðu enga eða væga fötlun eftir stokkasegann.
  Ályktanir: Nýgengi stokkasega á Íslandi er í samræmi við erlendar rannsóknir. Höfuðverkur var algengasta einkennið og getnaðarvarnarlyf algengasta orsökin meðal kvenna. Flestir sjúklinganna náðu góðum bata sem bendir til tímanlegrar greiningar og góðrar meðferðar á stokkasega á Íslandi.

Samþykkt: 
 • 14.5.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38379


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stokkasegi- Lokaeintak.pdf858.91 kBLokaður til...01.05.2022HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf132.52 kBLokaðurYfirlýsingPDF