en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3838

Title: 
  • Title is in Icelandic „Maður hefði viljað að allt annað hefði skeð" : reynsla og líðan foreldra barna með einhverfu
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð er fjallað um reynslu og líðan foreldra barna með einhverfu. Fræðilegur kafli hefst á umfjöllun um einhverfu, það er að segja einkenni, flokka, greiningarferlið á Íslandi og meðferðarrúrræði. Næst er fjallað um reynslu og líðan foreldrar einhverfra barna á fræðilegum forsendum. Gerð var eigindleg rannsókn á reynslu og líðan foreldra tveggja barna með einhverfu allt frá því að grunur vaknaði og þar til barnið hafði hlotið greiningu. Viðtöl voru tekin við foreldrana á heimili þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu og líðan foreldra barna með einhverfu. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að foreldrunum fannst biðin eftir að koma á Greiningarstöð vera of langur og sá tími var þeim mjög erfiður. Reynsla foreldranna af Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og greiningarferlinu var góð þó upplýsingaflæði hefði mátt vera meira. Foreldrar annars barnsins fengu að velja meðferðarúrræði fyrir barnið sitt meðan leikskólinn valdi úrræði fyrir hitt barnið. Í ljós kom að foreldrar beggja barna upplifðu áfall, sorg og vanlíðan þegar grunur vaknaði um að eitthvað amaði að barninu. Áhugavert hefði verið að yfirfæra rannsóknina á fleiri þátttakendur til að skyggnast inn í heim fleiri foreldra barna með einhverfu

Accepted: 
  • Oct 1, 2009
URI: 
  • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/3838


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Microsoft Word - Inngangur4.pdf424.55 kBLockedHeildartextiPDF