is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38381

Titill: 
  • Breytingar í þjónustu við aldraða: Eden hugmyndafræði og velferðartækni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umtalsverðar breytingar eru að verða á aldurssamsetningu íslensku þjóðarinnar. Það mun fjölga mikið í hópi aldraðra á Íslandi á komandi árum og áratugum samkvæmt spám Hagstofu Íslands auk þess að meðalævi bæði karla og kvenna lengist. Samkvæmt spám mun hópur 65 ára og eldri verða yfir 20% af mannfjöldanum 2038 en hlutfallið er um 14% í dag.
    Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvernig hægt er að bæta og breyta þjónustu við aldraða með Eden hugmyndafræðinni og notkun velferðartækni. Leitast er við að svara rannsóknarspurningunni: Hvernig er hægt að bæta þjónustu við aldraða og auka lífsgæði þeirra með innleiðingu Eden hugmyndafræðinnar á hjúkrunarheimilum og notkun velferðartækni?
    Helstu niðurstöður eru að hægt að bæta þjónustu við aldraða og auka lífsgæði þeirra með innleiðingu Eden hugmyndafræðinnar á hjúkrunarheimilum og notkun velferðartækni í þjónustu við aldraða. Hægt er að nota breytingastjórnun til að auka gæði öldrunarþjónustunnar en vera þarf með skýra framtíðarsýn á framþróun hennar meðal annars í hugmyndafræði, nýsköpun og tækni. Í hugmyndafræði Eden er lögð áhersla á að bæta umönnun aldraðra á hjúkrunarheimilum með því að auka vellíðun heimilismanna. Hugmyndafræðin snýst um að fara frá stofnanavæddri menningu til menningar sem er eflandi og hvetjandi þannig að fólki líði vel. Velferðartækni er frekar nýlegt hugtak og er notað yfir margar tæknitengdar lausnir sem notaðar eru innan velferðarkerfisins. Með notkun velferðartækni er hægt að bæta þjónustu við aldraða og að bæta lífsgæði þeirra. Velferðartækni er tækni sem er notuð við ýmsar athafnir daglegs lífs og/eða til að tryggja öryggi og hreyfanleika einstaklinga hvort sem það er innan eða utan heimilisins. Notkun slíkrar tækni getur aukið sjálfstæði og lífsgæði einstaklinganna sem eru að nýta hana.

Samþykkt: 
  • 14.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38381


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AGG54_BAritgerð_lokaútgáfa.pdf455.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
AGG54_yfirlysing.pdf214.44 kBLokaðurYfirlýsingPDF