is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38385

Titill: 
  • Orðaforði í nútíð og þátíð: Orðaforði og orðskilningur barna í 4. og 7. bekk
  • Titill er á ensku Vocabulary in the past and present: Vocabulary and word comprehension in children in the 4th and 7th grade
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Íslenska er hið opinbera tungumál Íslands og því er mikilvægt að stuðla að virku viðhaldi hennar og miðla henni áfram til framtíðarkynslóða. Til þess þarf að skoða stöðu íslenskrar tungu hjá börnum. Í þessari rannsókn var skoðaður málþroski barna í 4. og 7. bekk. Reynt var að svara tveimur spurningum; annars vegar hvort munur væri á frammistöðu eintyngdra barna miðað við gögn fyrri ára og hins vegar hvort frammistaða fjöltyngdra barna væri verri en eintyngdra barna. Þátttakendur voru úr sex grunnskólum í Reykjanesbæ og voru prófin Orðalykill og Stöðupróf í íslensku: orðskilningshluti lögð fyrir. Bæði prófin eru stöðluð að íslensku þýði og athuga orðaforða og orðskilning barna. Fyrirlögn prófanna var samfelld og á rafrænu formi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á marktækan mun á frammistöðu ein- og fjöltyngdra þátttakenda á báðum málþroskaprófunum. Fjöltyngdir þátttakendur skora að jafnaði lægra en eintyngdir jafnaldrar þeirra. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að eintyngdir þátttakendur skoruðu marktækt lægra á báðum prófunum árið 2021, samanborið við gögn fyrri ára. Álykta má að viðmið prófanna árið 2021 séu úrelt vegna kynslóðabreytinga á íslensku máli. Athyglisvert var að sjá hversu erfið prófatriði reyndust þátttakendum og einnig að túlkun sumra orða virtist eiga rætur í ensku. Ótækt er að álykta um orðskilning barna í ár út frá prófum sem stöðluð voru fyrir tæplega tuttugu árum. Áframhaldandi notkun prófanna gæti leitt til óréttmætra ályktana um málþroska barna. Með því að endurstaðla prófin væri hægt að fylgjast nánar með þróun íslenskrar tungu innan menntastofnana landsins.
    Efnisorð: Orðaforði, Málþroski, Orðalykill, Stöðupróf í orðskilningi, fjöltyngi, Langtímasamanburður
    Enska: Vocabulary, Language development, Orðalykill [vocabulary test], Stöðurpróf í orðskilningi [vocabulary test], Multilingualism, Longitudinal data

Samþykkt: 
  • 14.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38385


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Azra_Noah_Lokaritgerd.pdf718.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Azra_Noah_Yfirlysing.jpeg116.32 kBLokaðurYfirlýsingJPG