is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38387

Titill: 
  • Áhrif kynslóðaarfs á samskipti og tengsl í parasambandinu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að auka þekkingu á áhrifaþáttum á samskipti og tengsl í parasambandi. Í fyrsta lagi var kannað hvernig þátttakendur upplifðu samskipti og tengsl í parasambandinu og í öðru lagi hvernig þátttakendur upplifðu álag við barnauppeldi og hvaða áhrif það hefði á parasambandið. Rannsóknin var unnin á þann hátt að tekin voru viðtöl við tíu pör á aldrinum 30-40 ára. Það aldursbil var valið því á þeim tíma ævinnar sinna pör hvað flestum hlutverkum og streitan kemur frekar fram. Niðurstöður gáfu til kynna að kynslóðaarfur gæti haft áhrif á samskipti og tengsl í parasambandinu. Slík áhrif komu fram hjá sumum pörum sem tóku þátt í rannsókninni. Ef erfiðleikar voru til staðar í kynslóðaarfinum þá sýndu sum pör fram á þrautseigju og létu kynslóðaarf sinn ekki hafa áhrif á samskipti og tengsl í parasambandinu. Niðurstöður gáfu einnig til kynna í sumum tilvikum að kynslóðaarfur kvennanna hefði meiri áhrif en kynslóðaarfur karlanna. Flestir þátttakendur upplifðu að hafa lítinn tíma til að rækta parasambandið þar sem barnauppeldið tæki mikið af frítímanum. Af niðurstöðu rannsóknarinnar má einnig álykta að Covid 19 hafi aukið álagið á barnafjölskyldur þá sérstaklega hvað stuðning varðar. Rannsókn þessi getur aukið þekkingu þeirra meðferðaraðila, sem vinna með fjölskyldum og pörum, ef þeir kynna sér rannsóknina. Rannsóknin gaf einnig vísbendingar um mikilvægi þess að vinna með kynslóðaarf einstaklinga í parasambandi, sérstaklega ef um erfiðleika væri að ræða í kynslóðaarfinum, því þeir erfiðleikar virtust líklegir til þess að hafa áhrif á samskipti og tengsl í parasambandinu.

Samþykkt: 
  • 17.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38387


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA Björg-10.maí-skila-pdf.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemma-pdf.pdf1.71 MBLokaðurYfirlýsingPDF