is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38388

Titill: 
  • Þróun aðferðar til að meta árangur inflúensubólusetningar hjá börnum í ofþyngd
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Inngangur: Inflúensa er veira sem veldur öndunarfærasjúkdómi í mönnum. Hún veldur árlega svæðisbundnum faröldrum og ná sýkingar frá því að vera einkennalausar í að valda alvarlegum fylgikvillum eins og lungnabólgu eða dauða. Besta vörnin gegn inflúensu er bólusetning og mælt er með þeim fyrir áhættuhópa.
    Offita barna hefur verið tengd við marga áhættuþætti, þar á meðal sykursýki, astma og jafnvel hjartaskemmdir. Auk þess fylgir offitu oft kerfislæg bólga sem hefur slæm áhrif á ónæmiskerfið og hafa rannsóknir á inflúensubólusetningum sýnt skert svar hjá fullorðnum í ofþyngd. Lítið hefur þó verið rannsakað í sambandi við offitu, ónæmiskerfið og áhrif offitu hjá börnum. Markmið þessa verkefnis er því að þróa aðferð til að skoða áhrif offitu á virkni bólusetninga hjá börnum og greina sértækt T-frumu svar eftir bólusetningar.
    Efniviður og aðferðir: Blóð var fengið frá heilbrigðum blóðgjöfum Blóðbankans og tveim heilbrigðum inflúensubólusettum einstaklingum. Einkjarna frumur voru einangraðar og virkjaðar bæði ósértækt með 2,5μL af CD28/CD45 og 10ng/mL af IL-2 og sértækt með 2,5μL af tetanus toxoid annars vegar og 160μL af inflúensubóluefni hins vegar. Fyrir frumuflæðissjárgreiningu voru frumurnar litaðar með sértækum flúrmerktum mótefnum (1μL CD3-FITC, 0.5μL CD8-PE, 0.5μL L/D-FixableRed, 0.5μL CD4- PE/Cyanine7, 2μL IL-2-APC, 4μL IFN-γ-APC-R700, 4μL TNF-α-APC-Vio®770, 2μL IL-6-BV421 og 4μL IL-4-BrilliantViolet510). Eftir þvott voru undirhópar virkjaðra T-fruma metnir í frumuflæðissjá.
    Niðurstöður: Fundinn var styrkleiki og magn örvunar frumanna og styrkur litunar til að uppfylla skilmerki um compenseringu (innri stillingar) frumuflæðissjár. Eftir að skilmerkjum um compenseringu var náð var aðferðin sannreynd þar sem mögulegt var að skilgreina CD3+, CD4+ og CD8+ frumur og sást munur á boðefnaframleiðslu frumanna.
    Umræður: Góður munur sást á boðefnaframleiðslu frumanna og bendir til að hægt sé að meta CD4+ og CD8+ inflúensusértækt ónæmissvar. Þó mætti bæta aðferðina til að auka næmi, en þættir eins og örvun fruma, innanfrumulitun og gamall tækjabúnaður gera það erfitt. Næstu skref eru að sannreyna aðferðina með deyddum inflúensuveirum og í kjölfarið að nota aðferðina til að rannsaka áhrif ofþyngdar barna á árangur inflúensubólusetninga. Í framhaldinu er jafnvel hægt að meta hvernig vernda megi börn í ofþyngd með hnitmiðaðri bólusetningum eða öðrum ónæmisaðgerðum í samhengi við niðurstöður.

Samþykkt: 
  • 17.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38388


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Haraldur - Lokaskil2.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_Skemman.pdf218.17 kBLokaðurYfirlýsingPDF