is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38389

Titill: 
  • Ljósameðferð við nýburagulu, hversu mikill sparnaður felst í meðhöndlun í heimahúsi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Inngangur: Nýburagula orsakast af auknu magni gallrauða í blóði fyrstu dagana eftir fæðingu. Ef styrkur gallrauða fer umfram bindigetu albúmíns getur hann sest í djúpkjarna heilans og valdið kjarnagulu, sem getur leitt til heyrnarskerðingar, heilalömunar, vitsmunalegrar skerðingar og jafnvel dauða. Hefðbundin meðferð við gulu er ljósameðferð, en skili hún ekki tilsettum árangri er gripið til mótefnagjafar eða blóðskipta. Erlendar rannsóknir benda til að ljósameðferð í heimahúsi sé öruggur og vænlegur kostur.
    Efni og aðferðir: Gerð var afturskyggn rannsókn á nýburum sem fengu greininguna nýburagula (ICD-10 greiningarnúmerin P59.0 og P59.9) á Landspítalanum árið 2019. Klínískra upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám barnanna og mæðra þeirra og voru þær notaðar til að finna þau börn sem uppfylltu skilmerki fyrir ljósameðferð í heimahúsi. Alls voru skoðaðar 225 innlagnir hjá 222 börnum. Fengnar voru upplýsingar við kostnað legu nýbura og mæðra á meðgöngu- og sængurlegudeild frá hagdeild Landspítalans. Einnig voru fengnar upplýsingar frá Sjúkratryggingum Íslands um kostnað við þjónustu nýbura og sængurkvenna í heimahúsi og frá Fastus um verð og rekstrarkostnað ljósadýna. Þau gögn voru svo notuð til að gera kostnaðarsamanburð á meðhöndlun gulu með ljósum á spítala annars vegar og í heimahúsi hins vegar.
    Niðurstöður: 57 börn uppfylltu skilmerki þess að geta fengið ljósameðferð í heimahúsi. Hefðu börnin verið meðhöndluð í heimahúsi hefði það sparað legurými fyrir 77 sólarhringa á meðgöngu- og sængurlegudeild eða Vökudeild. Meðal kostnaður við sólarhringslegu nýbura á meðgöngu- og sængurlegudeild er 91.221 kr, en áætlaður kostnaður fyrir sólarhringsmeðferð nýbura með gulu í heimahúsi 26.297 kr. Áætlaður kostnaður við meðhöndlun barnanna þessa 77 sólarhringa hefði því verið 7.024.017 kr á sjúkrahúsi en 2.024.869 kr í heimahúsi og áætlaður sparnaður því 4.999.148 kr á ári.
    Ályktun: Ljósameðferð við nýburagulu í heimahúsi fyrir vel skilgreindan hóp barna myndi hafa umtalsverðan fjárhagslegan sparnað í för með sér.

Samþykkt: 
  • 17.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38389


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS - ritgerð.pdf1.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_Skemman[79].pdf179.93 kBLokaðurYfirlýsingPDF