is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38395

Titill: 
 • Áhrif meðferða í náttúrulegu umhverfi á kvíða. Fræðileg samantekt
 • Titill er á ensku The effects of therapies in natural environment on anxiety
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Kvíði og kvíðaraskanir eru algengar í nútímasamfélagi og getur þeim fylgt mikil sjúkdómsbyrði. Hefðbundnar meðferðir við kvíðaröskunum hafa reynst vel í gegnum tíðina, þrátt fyrir það hefur notkun viðbótarmeðferða við kvíða aukist meðal almennings. Nýlega hefur vaknað áhugi á notkun meðferða í náttúrulegu umhverfi við kvíða en tiltölulega fáar rannsóknir hafa verið gerðar um efnið.
  Tilgangur: Skoða og samþætta niðurstöður nýlegra rannsókna um notkun meðferða í náttúrulegu umhverfi við kvíða ásamt því að meta hvort meðferðir í náttúrulegu umhverfi geti haft áhrif á kvíða.
  Aðferð: Kerfisbundin leit var gerð í gagnasöfnunum PubMed, Scopus og Cinahl, leitað var eftir rannsóknargreinum á ensku og íslensku sem birtar höfðu verið á árunum 2011 til 2021. PRISMA flæðirit var notað við greiningu heimilda og voru niðurstöður flokkaðar eftir nálgun rannsókna á meðferðum í náttúrulegu umhverfi.
  Niðurstöður: Átta rannsóknargreinar stóðust inntökuskilyrði. Rannsóknargreinunum var skipt niður eftir nálgun þeirra á efnið; ein fjallaði um áhugahvöt einstaklinga á notkun meðferða í náttúrulegu umhverfi; fimm fjölluðu um áhrif gönguferða í náttúrulegu umhverfi á kvíða; og tvær um áhrif annarra meðferða í náttúrulegu umhverfi á kvíða. Niðurstöður rannsókna gáfu til kynna að meðferðir í náttúrulegu umhverfi gætu haft jákvæð áhrif og dregið úr kvíða. Rannsóknir sýndu að áhugahvöt einstaklinga með kvíða gæti haft áhrif á hvort einstaklingar myndu nýta sér meðferðir í náttúrulegu umhverfi að einhverju marki.
  Ályktun: Rannsóknir um notkun meðferða í náttúrulegu umhverfi eru enn á byrjunarstigi og er mikil þörf á frekari rannsóknum á efninu. Meðferðir í náttúrulegu umhverfi geta að einhverju leyti dregið úr kvíða og er því hægt að mæla með þeim sem viðbót við önnur hefðbundin meðferðarform. Áhugahvöt einstaklinga með kvíða er misjöfn og þörf er á að finna leiðir til að auka við áhugahvöt. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar þekki til notkunar á meðferðum í náttúrulegu umhverfi við kvíða og geti leiðbeint einstaklingum um notkun þeirra.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Anxiety and anxiety disorders are common in modern society and can cause a high burden of illness. Traditional treatments for anxiety have proven to be effective, however the interest in complementary therapies has grown substantially. In recent years, the therapeutic use of the natural environment has become quite popular but little research has been done on the subject.
  Purpose: To review and integrate the results of recent research which explore the use of therapies in natural environments for anxiety and to assess if therapies in natural environments can prove to be effective against anxiety.
  Method: A systematic search was made in the databases PubMed, Scopus and Cinahl to search for research articles in English and Icelandic which were published in the years 2011 to 2021. A PRISMA flowchart was used to analyze the findings and the results were then categorised based on their approach on therapies in the natural environment.
  Results: Eight research articles that met the requirements were analyzed. The articles were categorised based on their approach on the topic; one of the articles was about intrinsic motivation on therapies in the natural environment; five of them were about walking in the natural environment; and two of them were about other therapies in the natural environment. Studies showed that therapies in the natural environment could be effective in the reduction of anxiety but intrinsic motivation could influence whether individuals would use the therapies to some extent.
  Conclusion: Research on the usage of therapies in the natural environment are still in the first stages but there is a great need for additional research on the topic. Therapies in the natural environment are known to reduce anxiety and therefore proven to be useful in addition to other conventional treatments. Intrinsic motivation of individuals with anxiety varies so there is a need to find ways to increase intrinsic motivation. It’s important that nurses are familiar with therapeutic usage of the natural environment for anxiety and have the knowledge to guide individuals in using them.

Samþykkt: 
 • 18.5.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38395


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif meðferða í náttúrulegu umhverfi á kvíða.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing (5).pdf260.24 kBLokaðurYfirlýsingPDF