Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38401
Bakgrunnur: Vegna Covid-heimsfaraldursins hafa ýmsar takmarkanir verið settar til að hefta útbreiðslu loftborinnar veiru. Þessar breytingar hafa haft áhrif á kynlíf og kynheilbrigði fólks. Einstaklingar hafa mætt ýmsum hindrunum í að tryggja og viðhalda kynheilbrigði sínu og hefur til dæmis aðgengi að kynheilbrigðisþjónustu sem stuðlar að því verið skert.
Tilgangur: Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að skoða hvaða áhrif Covid-faraldurinn hefur haft á kynheilbrigði.
Aðferð: Gerð var leit í gagnagrunni PubMed að rannsóknum um Covid og kynheilbrigði. Við leitina var unnið eftir fyrirfram skilgreindum leitarskilyrðum. Valdar voru greinar sem höfðu nýlega birst, fjölluðu um einstaklinga á aldrinum 15-65 ára og byggðust á eigindlegum eða megindlegum rannsóknum. Stuðst var meðal annars við leitarorðin Covid, kynheilbrigði, nánd, kynferðisleg ánægja og einangrun.
Niðurstöður: Gagnaleitin skilaði 10 megindlegum rannsóknargreinum frá sex löndum. Niðurstöður leiddu í ljós minni eða aukna kynferðislega ánægju. Fleiri þátttakendur greindu frá því að hafa sjaldnar kynmök og þátttakendur greindu einnig frá minni kynlöngun. Klámáhorf og sjálfsfróun jókst í kjölfar faraldursins og kynlífsfélögum fór fækkandi. Í faraldrinum versnaði heimilisofbeldi í sumum tilfellum. Kynferðislegt og líkamlegt ofbeldi var líklegra en annað heimilisofbeldi til að versna í faraldrinum. Þá tókust sumir á við streitu tengdri faraldrinum sem birtist í því að beita kynferðislegum þvingunum og ofbeldi.
Ályktanir: Covid-faraldurinn hefur haft veigamikil og víðtæk áhrif á kynlíf og kynheilbrigði fólks, að mestu neikvæð en einnig jákvæð. Samfélagslegar takmarkanir, heilbrigðisþjónusta, kyn, hjúskaparstaða, andleg líðan og fleira hafði áhrif á þróun mála. Ekki er unnt að segja til um langtímaáhrif og afleiðingar enn sem komið er.
Lykilorð: Covid, kynheilbrigði, kynlíf, kynferðisleg ánægja
Background: Due to the Covid pandemic, various restrictions have been imposed to limit the spread of an airborne virus. These changes have affected people's sexual life and sexual- and reproductive health. Individuals have faced various obstacles to ensuring and maintaining their sexual- and reproductive health such as reduced access to sexual- and reproductive health services.
Purpose: The purpose of this literature review is to explore the impact of the Covid pandemic on sexual- and reproductive health.
Method: A search was made in the PubMed database for empirical studies on Covid and sexual- and reproductive health. The search was performed according to predefined search criteria. Recently published articles were selected, dealing with individuals in the age group 15-65 and based on qualitative or quantitative research methods. The search terms used were for example Covid, sexual health, intimacy, sexual pleasure and isolation.
Results: The data search returned 10 quantitative research articles from six countries. The results showed reduced or increased sexual satisfaction. More participants reported having sexual intercourse less often and participants also reported reduced sexual desire. Watching pornography and masturbation practices increased following the pandemic and the number of sexual partners decreased. During the pandemic, domestic violence worsened in some cases. Sexual and physical violence was more likely to become worse during the pandemic than other forms of domestic violence. Some also responded to the stress associated with the pandemic by using sexual coercion and violence.
Conclusions: The Covid pandemic has had a significant and far-reaching impact on people's sexuality and sexual- and reproductive health, mostly negative but also positive. Social constraints, health care, sex, marital status, mental well-being and more factors were all contributing to this develoment. So far it is not possible to predict the long-term effects and conse-quences.
Keywords: Covid, sexual- and reproductive health, sexuality, sexual satisfaction
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS-BDB-HKA2021.pdf | 555,68 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 28,96 MB | Lokaður | Yfirlýsing |