is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38403

Titill: 
  • Árangur hugrænnar atferlismeðferðar í tengslum við kvíða, þunglyndi og streitu meðal háskólanema
  • Titill er á ensku The effect of cognitive behavioral therapy in relation to anxiety, depression and stress among college students
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Rannsóknir hafa sýnt fram á að sálræn vanlíðan meðal háskólanema sé vaxandi vandamál um allan heim. Háskólanemar upplifa oft mikla streitu í sínu námi, sem getur orsakað stærri vandamál ef ekki er brugðist rétt við. Kvíði, þunglyndi og streita fylgjast gjarnan að og er algeng ástæða þess að háskólanemar leiti sér aðstoðar. Hugræn atferlismeðferð hefur reynst árangursríkt meðferðarform gegn vandamálum líkt og kvíða, þunglyndi og öðrum geðröskunum eða kvillum. Rannsóknir á hugrænni atferlismeðferð hafa sýnt fram á nytsemi hennar við að bæta lífsgæði fólks.
    Tilgangur: Að kanna árangur hugrænnar atferlismeðferðar við kvíða, þunglyndi og streitu meðal háskólanema.
    Aðferð: Framkvæmd var fræðileg samantekt á eigindlegum og megindlegum rannsóknum frá árunum 2011-2021. Leit fór fram í gegnum gagnagrunnum PubMed og Google Scholar. Stuðst var við PRISMA-flæðirit til að sýna frá ferli heimildaleitar. Eftir yfirferð á heimildum, voru sex rannsóknir sem stóðu eftir að loknum samanburði þeirra við inntökuskilyrði sem höfundar settu upp fyrir verkefnið. Niðurstöður rannsókna voru settar upp í heildstæða töflu og samþættar með orðum.
    Niðurstöður: Við yfirferð heimilda fundust alls 908 leitarniðurstöður sem rýnt var í við öflun heimilda við gerð ritgerðar. Sálræn vanlíðan meðal háskólanema er þekkt vandamál um heim allan. Það hefur einnig sýnt sig að hugræn atferlismeðferð er öflugt meðferðarform gegn ýmsum sálrænum kvillum. Hugræn atferlismeðferð innan háskólanna var yfirleitt veitt sem hópmeðferð og er að jafnaði tvær klukkustundir í senn á mis löngu tímabili frá 4-12 vikum. Þegar eigindlegu rannsóknirnar voru rýndar komu í ljós mismunandi þemu í upplifunum þátttakenda á ávinningi. Ennfremur sýndi ein rannsókn fram á að meirihluti þátttakenda fékk bakslag í þunglyndi þegar rannsókn var fylgt eftir, að þremur mánuðum liðnum frá meðferð. Niðurstöður gefa til kynna að hugræn atferlismeðferð hefur jákvæð áhrif á kvíða, þunglyndi og streitu meðal háskólanema, ef henni er beitt sem einstaklings-, hóp- eða netmeðferð.
    Ályktanir: Niðurstöður rannsókna á hugrænni atferlismeðferð hafa sýnt fram á góðan árangur meðal háskólanema í tengslum við kvíða, þunglyndi og streitu. Það skiptir máli að háskólanemar hafi greiðan aðgang að hugrænni atferlismeðferð og geti leitað sér faglegrar aðstoðar þegar vanlíðunar verður vart.
    Lykilorð: Háskólanemar, hugræn atferlismeðferð, kvíði, þunglyndi, streita, sálræn vanlíðan, andleg vanlíðan og núvitund.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Research has shown that psychological distress is of growing concern among university sttudents around the world. University students often experience stress in their studies, which can cause greater problems if it‘s not addressed properly. Anxiety, depression and stress are often in parallel and are common reasons for university students to seek help. Cognitive behavioral therapy has shown to be an effective form of treatment for anxiety, depression and other mental disorders or problems. Research on cognitive behavioral therapy has proven to be useful in improving people‘s quality of life.
    Purpose: To examine the effectiveness of cognitive behavioral therapy for anxiety, depression and stress among university students.
    Method: A literature review of qualitative and quantitative reasearch from the years 2011-2021 was carried out. A search was conducted through the databases of PubMed and Google Scholar. A PRISMA flowchart was used to show the search process.
    Results: During the review of sources a total of 908 search results were found, which were then examined in the works of obtaining sources for the essay. Psychological distress among university students is a worldwide known problem. It has been shown that cognitive behavioral therapy is a powerful form of treatment for various psychological disorders. Cognitive behavioral therapy within universities is usually provided as a group therapy and each session is about two hours at a time for 4-12 weeks. When the qualitative research was reviewed, different themes emerged in the participants‘ experiences of the benefits. Furthermore, one study showed that the majority of participants had a minor relapse in depression three months after the treatment. The results indicate that cognitive behavioral therapy has a positive effect on anxiety, depression and stress among university students, if it‘s used as an individual, group or online therapy.
    Conclusion: The results of research on cognitive behavioral therapy has shown positive results among university students in relation to anxiety, depression and stress. It is important that university students have easy access to cognitive behavioral therapy and can seek professional help when they experience distress.
    Keywords: University students, college students, cognitive behavioral therapy, anxiety, depression, stress, emotional distress, psychological distress and mindfulness.

Samþykkt: 
  • 19.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38403


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skemman-yfirlysing.pdf429,09 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BS-ritgerð-KV-og-RSM.pdf807,9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna