is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38405

Titill: 
 • Notkun innöndunartækja meðal einstaklinga með langvinna lungnateppu: Tæknileg færni og öndunargeta
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Langvinn lungnateppa (LLT) er algengur langvinnur sjúkdómur sem hefur áhrif á um 400 milljónir manns á heimsvísu. Innöndunarlyf, gefin með innöndunartækjum eru hornsteinn í meðferð við lífsgæðaskerðandi einkennum LLT s.s. mæði og öndunarerfiðleikum. Árangur innöndunarlyfjameðferðar veltur að verulegu leyti á því að einstaklingar með LLT tileinki sér rétta notkun tækjanna en röng notkun innöndunartækja er algeng. Kennsla á notkun innöndunarlyfja er því gríðarlega mikilvæg við stjórnun á sjúkdómnum.
  Tilgangur og markmið: Í þessari þverskurðarrannsókn er lýst tæknilegri færni og öndunargetu einstaklinga með LLT til að nota innöndunartæki við upphaf hjúkrunarþjónustu í göngudeild lungnasjúklinga.
  Aðferð: Byggt er á gögnum sem aflað var við upphaf þjónustu í göngudeild lungnasjúklinga. Gagnasöfnun fór fram á tímabilinu maí 2018 til júlí 2019. Notkun innöndunartækja var metin með mælitækinu, Notkun innöndunartækja sem var þróað af leiðbeinendum. Mælitækið er 10 atriða; 5 atriði sem eiga við tæknilega getu til að nota tækið og 5 sem eiga við öndunargetu til að anda að sér lyfinu. Fjörtíu og átta einstaklingar tóku þátt í rannsókninni, 11 karlmenn og 37 kvenmenn. Allir nema þrír notuðu innöndunarlyf reglulega; 42 dufttæki, 17 innúðatæki og 14 báðar tegundir. Notast var við lýsandi tölfræði til að lýsa getu einstaklinga við notkun innöndunartækja og Kendall fylgistuðulinn til að meta samband bakgrunnsbreyta og notkunar á innöndunartækjum.
  Niðurstöður: Tæknileg geta þátttakenda var mjög góð við notkun duft- og innúðatækja og 92,9-100% þátttakenda sýndu rétta færni við notkun dufttækja við alla liði mælitækisins og 88,2-100% þátttakenda sýndu rétta tækni við notkun innúðatækja. Öndunargeta við notkun innöndunartækja var lakari samanborið við tæknilega getu. Aðeins 47,6% þátttakenda önduðu rólega frá sér og tæmdu lungu fyrir lyfjagjöf með dufttæki og 23,6% þátttakenda sýndu litla eða ófullnægjandi getu til að anda rólega að sér við notkun innúðatækis. Ekki reyndist fylgni á milli bakgrunnsbreyta og notkunar innöndunartækja.
  Ályktanir: Líkt og í öðrum rannsóknum á notkun innöndunartækja má bæta ýmiss atriði við notkun innöndunartækja hjá þátttakendum. Ljóst er að þörf er á frekari rannsóknum hérlendis þar sem rannsakað er stærra þýði til þess að fá skýrari mynd af getu einstaklinga með LLT á Íslandi til þess að nota innöndunartæki.
  Lykilorð: langvinn lungnateppa, færni, geta, röng notkun, innöndunartækni, innöndunarlyf, innúðatæki, dufttæki

Samþykkt: 
 • 19.5.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38405


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - Notkun innöndunartækja meðal einstaklinga með langvinna lungnateppu; tæknileg færni og öndunargeta.pdf982.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing - skila.pdf206.42 kBLokaðurYfirlýsingPDF