is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38409

Titill: 
 • TS þvagfærayfirlit: Fara sjúklingar með grun um nýrnasteina í réttan farveg til greiningar?
 • Titill er á ensku Low-dose nonenhanced CT of the abdomen: Do patients with suspected kidney stones go in the right direction for diagnosis?
Námsstig: 
 • Diplóma meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: Nýrnasteinasjúkdómur er algengur og fer tíðni hans hækkandi á heimsvísu. Sjúkdómurinn leggst á allan aldur, kyn og kynþætti og hefur háa endurkomutíðni. Ýmsar erlendar leiðbeiningar eru til um myndgreiningu þegar grunur er um nýrnasteina en á Landspítalanum (LSH) eru leiðbeiningar í gæðahandbók. Þær mæla með TS þvagfærayfirliti en helsti gallinn við þá rannsókn er að í henni felst jónandi geislun.
  Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að skoða leiðir sjúklinga frá bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi sem fara í TS þvagfærayfirlit ef grunur er um nýrnasteina og athuga hvort þeir fóru rétta leið miðað við leiðbeiningar í gæðahandbók Landspítalans. Skoðað var hvort hægt sé að gera betur þegar kemur að myndgreiningu á nýrnasteinum, hvort önnur myndgreining sem ekki felur í sér jónandi geislun henti betur eða jafnvel engin myndgreining ef farið væri eftir erlendum leiðbeiningum.
  Efni og aðferðir: Um er að ræða afturvirka rannsókn en í úrtaki voru allir sjúklingar sem fóru í TS þvagfærayfirlit frá bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi árið 2020. Heildarfjöldi sjúklinga sem uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar voru 734 og voru gögn sótt úr Agfa, Sögu og Heilsugátt. Kannað var hvort sjúklingurinn hefði farið í réttan farveg miðað við flæðirit íslensku leiðbeininganna út frá gögnunum. Á sama hátt voru gögnin borin saman við erlendar leiðbeiningar til að leggja mat á hvaða leið sjúklingurinn hefði farið samkvæmt þeim.
  Niðurstöður: Rannsóknin sýndi að ekki lágu fyrir blóð- og þvagprufur hjá 36,9% sjúklinga áður en beiðni í TS þvagfærayfirlit var send. Alls voru 22,5% sjúklinga sem fóru í réttan farveg miðað við gildandi leiðbeiningar. Samanborið við erlendar leiðbeiningar hefði a.m.k. 36,1% sjúklinga farið í ómskoðun sem fyrstu rannsókn.
  Ályktun: Stór hluti sjúklinga frá bráðamóttöku LSH með grun um nýrnasteina fara ekki í réttan farveg til greiningar miðað við gildandi leiðbeiningar. Ef farið væri eftir erlendum leiðbeiningum væru færri sjúklingar sem uppfylltu skilyrði fyrir TS rannsókn og myndi það takmarka notkun jónandi geislunar. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að þörf er á að uppfæra þær leiðbeiningar sem eru í gildi og út frá erlendum leiðbeiningum ætti ómskoðun að vera viðeigandi sem fyrsta rannsókn fyrir stóran hóp sjúklinga.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: Kidney stone disease (KSD) is common with a high recurrance rate and its prevalence is increasing. Various clinical guidelines used around the world suggest different modalities to diagnose KSD. The current guidelines used at Landspítali, The National University Hospital of Iceland (LSH), favours the use of low-dose nonenhanced computed tomography (NECT) which main setback is its involvement of ionizing radiation.
  Aims: We aimed to explore whether patients referred from the emergency department (ED) in LSH to the radiology department for a low-dose NECT of the abdomen received the correct imaging at the correct moment according to the flow chart available in the Icelandic guidelines. We also examined whether it would be achievable to decrease the use of immediate imaging or to use alternative modalities not involving ionizing radiation when other international guidelines would be applied.
  Methods: For this retrospective study, clinical, laboratory and imaging data was collected for a total of 734 patient from the ED that went for low-dose NECT of the abdomen during 2020. It was checked whether the patient followed the correct diagnostic path as according to the Icelandic guidelines. Similarly it was analyzed where patients would end up when foreign guidelines would have been applied.
  Results: In 36.9% of patients the request for a CT scan was sent before blood- and/or urine laboratory test results were available. A total of 165 patients (22.5%) received imaging at the correct moment according to current guidelines. Based on a comparison of the sample with foreign guidelines at least 36.1% of the patients should undergo ultrasound as their first imaging, but this varied amongst guidelines.
  Conclusions: Patients from the ED in LSH with suspicion of KSD do not follow the correct diagnostic path regarding imaging. When applying foreign guidelines, less patients would be eligible for CT scanning, thus limiting the usage of ionizing radiation. These findings suggest the need for stricter adherence to available guidelines and considering reviewing the current guidelines. When taking into consideration recent guidelines from abroad, ultrasound or no imaging at all should be considered in at least a large subpopulation of patients.

Samþykkt: 
 • 20.5.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38409


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skanni_20210519.pdf15.71 MBLokaðurYfirlýsingPDF
TS þvagfærayfirlit_Silja.pdf4.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna