is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3841

Titill: 
  • Leggjum börnum lið við læsi : að brúa bilið milli leik- og grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lögð fram til fullnustu B.Ed gráðu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er bernskulæsi, þróun læsis og lestrarnám barna. Fjallað um helstu kenningar sem lýsa þróunarferli læsis og hvað það er sem fer úrskeiðis í þróuninni hjá þeim sem lenda í erfiðleikum með lestrarnámið. Komið er inn á þætti sem kunna að leiða til þess að börn lendi í áhættu vegna lestrarerfiðleika en forsenda læsisþróunar felst í færni barna í tungumálinu. Þar gegna hljóðkerfisvitund og hljóðavitund stóru hlutverki ásamt málskilningi og máltjáningu. Gerð er grein fyrir helstu orsakaþáttum lesblindu (dyslexíu) og birtingaformi. Fjallað um mikilvægi snemmtækrar íhlutunar og inngrip sem felast í því að leggja fyrir skimunarpróf strax í leikskóla og veita kennslu sem dregur úr og fyrirbyggir lestrarvanda hjá þeim hópi sem hugsanlega gæti átt erfitt með að ná tökum á lestri.
    Kynnt er til sögunnar skimunarprófið HLJÓM-2 og notagildi þess við að beita snemmtækri íhlutun á síðasta ári í leikskóla. Loks er fjallað um athugun í nokkrum leikskólum á höfuðborgarsvæðinu þar sem leitað er svara við því hvernig skimun með HLJÓM-2 er háttað. Rýnt er í samsetningu hópsins og hvaða úrræði eru í boði fyrir þau börn sem greinist í áhættu vegna lestrarerfiðleika. Könnuð eru viðhorf leikskólakennara varðandi skimun og vinnu með áhættuhópa og sýn þeirra á samvinnu leikskóla og grunnskóla vegna barna sem sýnt er að muni lenda í lestrar- og námserfiðleikum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að leikskólakennarar í þessum leikskólum vinni þýðingarmikið starf við að efla undirstöðufærni barna fyrir formlegt lestrarnám, ekki síst þeirra sem eiga í erfiðleikum í málþáttum, en að það skorti á samvinnu milli skólastiganna tveggja. Þýðingarmikið er að leik- og grunnskólakennarar snúi bökum saman og brúi bilið á milli þessara tveggja skólastiga og mætist með þau úrræði sem henta þörfum hvers einstaklings hverju sinni.

Samþykkt: 
  • 1.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3841


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JoninaSV_ritgerd_fixed.pdf688.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna