is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38411

Titill: 
  • Sálræn og líkamleg líðan trans barna og unglinga: Fræðileg samantekt
  • Titill er á ensku Psychological and Physical Health Among Transgender Children and Adolescents: A Literature Review
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Trans fólk stendur frammi fyrir fjölþættum vandamálum í tengslum við kynvitund. Það mætir víða hindrunum í samfélaginu en jafnframt er tíðni geðrænna vandamála trans barna og unglinga töluvert há samanborið við sís jafnaldra. Tilgangur og markmið: Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að skoða rannsóknir sem fjalla um sálræna og líkamlega líðan trans barna og unglinga. Markmiðið er að skoða áhættuþætti tengda sálrænni og líkamlegri líðan sem og verndandi þætti í umhverfinu. Aðferð: Heimildaleit fór fram í gagnabanka PubMed. Stuðst var við leitarorð eins og trans börn og unglingar, sálræn líðan og líkamleg líðan. Ákveðin leitarskilyrði voru sett. Valdar voru eigindlegar og megindlegar rannsóknir sem náðu til barna og unglinga á aldrinum 6-19 ára, á ensku og birtust á árunum 2011-2021.
    Niðurstöður: Þessi fræðilega samantekt byggir á 11 rannsóknargreinum. Niðurstöður rannsóknanna voru nokkuð samhljóma um að sálræn og líkamleg líðan ungra trans barna og unglinga er lakari samanborið við sís jafnaldra. Algengustu geðgreiningar hjá þessum samfélagshópi eru kvíða- og þunglyndisraskanir. Þessi sálræna vanlíðan er í sterku samhengi við líkamlega togstreitu vegna kynvitundar sem samræmist ekki líffræðilegu kyni og ýmsar samfélagslegar hindranir. Hefur þetta m.a. áhrif á líkamsímynd þeirra, sjálfsvirðingu og félagsleg tengsl. Trans börn og unglingar geta upplifað sig minna virði í samfélaginu og efast um tilvistarrétt sinn en slík líðan ýtir undir sjálfskaðandi hegðun sem leitt getur til sjálfsvíga. Rannsóknir sýna að sálræn og líkamleg líðan trans barna og unglinga batnar til muna þegar stuðningur fjölskyldu og viðeigandi meðferðarúrræði á borð við félagsleg umskipti, stöðvun kynþroska og hormónameðferð, eru til staðar.
    Ályktanir: Niðurstöður gefa til kynna að geðheilbrigði ungra trans einstaklinga er almennt séð verra en sís jafnaldra. Vandamálið er fjölþætt og þurfa heilbrigðisstarfsmenn í mörg horn að líta þegar kemur að þjónustuþörfum, stuðningi og fræðslu. Með opnari umræðu og völ á viðeigandi meðferðarúrræðum er hægt að stuðla að bættri líðan trans barna og unglinga.
    Lykilorð: Trans börn og unglingar, sálræn líðan, líkamleg líðan

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Transgender people face multifaceted problems regarding gender identity. They experience various societal barriers and the rate of mental health issues amongst transgender children and adolescents is considerably high in comparison to their cisgendered peers.
    Purpose and aim: The purpose of this literature review is to explore studies on the topics of psychological and physical well-being of transgender children and adolescents. The aim is to examine risk factors associated with psychological and physical well-being were and protective factors in their environment. Method: Data search was based in PubMed‘s database. Search terms such as trans children adolescents, psychological well-being and physical well-being were used. Certain selection criteria were used. Selected were qualitative and quantitative studies on young transgender people from the ages 6- 19 years old, in English and published during the years 2011-2021.
    Results: This literature review is based on 11 academic research studies. The results were all fairly similar regarding psychological and physical well-being of transgender children and adolescents being worse in comparison to their peers. The most common psychological diagnoses were anxiety and depression disorders. This psychological distress is strongly related to physical tension due to gender identity not being compatible with the biological sex and various societal barriers. This affects their body image, self-esteem and social interactions. Transgender children and adolescents can feel less valued in society and may question their existence. There feelings can cause self-harming practices that can lead to suicide. Research shows that the psychological and physical well-being of transgender children and adolescents is greatly improved when they receive support from their families as well as appropriate treatment options such as social transition, puberty blockers as well as hormonal therapy.
    Conclusions: The results indicate that the psychological well-being of transgender children and adolescents is generally worse than their peers. The problems are multifaceted and healthcare professionals need to consider many factors regarding the needs of transgender individuals for services, support and information. With a more open dialogue and appropriate treatment options and support it is possible to improve the well-being of transgender children and adolescents.
    Keywords: Transgender children adolescents, psychological well-being, physical well-being

Samþykkt: 
  • 20.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38411


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sálræn og líkamleg líðan trans barna og unglinga.pdf455,98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni copy.pdf3,72 MBLokaðurYfirlýsingPDF