en English is Íslenska

Thesis (Graduate diploma)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/38414

Title: 
  • Title is in Icelandic Tölvusneiðmynd af höfði: Áhrif innstillingar á myndgæði
Degree: 
  • Graduate diploma
Keywords: 
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Inngangur: Myndgreiningar tóku stakkaskiptum með tilkomu TS tækninnar en með henni er hægt að sjúkdómsgreina fólk á mjög stuttum tíma og rannsóknarferlið aðgengilegt og tekur skamman tíma. En til að rannsókn sé gagnleg þá þarf að huga að myndgæðum og þá skiptir máli að sjúklingi sé stillt inn þannig að hann sé vel miðjaður og vel upplýstur um mikilvægi rannsókna. Svo koma þættir inn eins og sjálfvirk geislunarstýring, ítrekunar myndreikningur og sneiða fjöldi. TS tala er grátónn sem hverri vefjagerð er gefin eftir sætistölu og þéttleika. Í þessari rannsókn voru könnuð áhrif innstillinga á höfði með því að skoða líkan og mæla TS tölur og suð í myndum. TS rannsókn af höfði er mjög algeng rannsókn og helstu ábendingar fyrir henni eru: blóðtappi, heilablóðfall, æxli og höfuðáverkar. Markmið: Markmið rannsóknarinnar er að svara þeirri spurningu hvort að innstilling hafi áhrif á myndgæði í TS rannsókn af höfði. Efni og aðferðir: Þessi rannsókn var gerð með Catphan 600 líkani með beinahring utan um. Líkanið er notað til að mæla TS tæki fyrir höfuð og einnig útlimi. Rannsakandi skoðaði áhugasvæði í líkaninu og mældi TS tölur og suð með því að nota ROI í myndvinnslukerfinu. Mælt var í þrem TS tækjum á röntgendeild LSH. Líkaninu var stillt inn í miðju TS hrings og svo var líkanið myndað alls 9 sinnum í hverju tæki og fært um 1 cm í hvert skipti, fyrst upp þar til líkanið var komið í +4cm og svo niður fyrir miðju um –4cm. Gagnasöfnunin var svo skráð í Excel forritið og það svo lesið inn í tölfræðiforritið R og sett upp í punktarit fyrir hvert efni sem var skoðað. TS tækin þrjú eru svo samhliða í hverju punktariti. Þetta voru 7 töflur þar sem kemur fram neðri og efri mörk TS tölu hvers efnis sem og brotalína sem sýnir TS tölu sem hvert efni á að hafa svo voru settir hornklofar við hvert mælt gildi til að sýna suð (SD). Niðurstaða: Líkansmælingar sýndu að þegar borðfærsla átti sér stað frá miðjum TS hring að TS tölur og suð breyttust í flestum tilfellum línulega að undanskildum nokkrum undantekningum. TS tækin voru ekki alltaf að sýna sömu gildi en TS3 var oft með frábrugðnar niðurstöður frá hinum tækjunum. TS1 og TS2 voru mjög oft að mælast svipuð nema TS2 var oft nær TS tölugildi sem efnin höfðu. Umræða: Í svona gæðarannsókn er mikilvægt að hugsa um að skoða hvort að niðurstaðan sé að hafa mikil áhrif eða ekki en það sýndi sig að línuleg breyting á TS tölum og suði var mjög sjáanleg en svo má líka skoða það hvernig líkanið er uppbyggt en það fór svolítið eftir hvaða efni var að mæla að sum efnanna voru í miðju TS hrings þegar það var komið í +/- 4 cm á meðan gagnstæð efni voru kannski í raun komin lengra frá miðjunni en +/- 4 cm. Þegar skoðaðar voru myndirnar úr rannsóknunum á öllum tækjunum þá kom í ljós að í miðju líkansins sem hefur að geyma acryl kúlur sem eru notaðar í kontrast mælingum þá sást að stærsta kúlan sem er 1cm í þvermál var mjög dauf í TS1 og þegar borðfærsla átti sér stað þá dofnaði hún enn meir. TS2 og TS3 sýndu þessa acryl kúlu sem og þær sem minni voru sáust ágætlega líka. Það væri alveg tilefni í aðra rannsókn að skoða það. Ályktun: Samkvæmt niðurstöðum þá sést vel að innstilling hefur áhrif á TS tölur og suð, hins vegar má segja að ekki sé raunhæft að hafa yfir allan vafa að það hafi áhrif á greiningargildi þessarar rannsóknar að undanskildu TS1 þar sem það sást á myndum að ekki var hægt að greina Acryl kúluna þegar borðfærsla um +/- 2 cm. Því má segja að vönduð innstilling skiptir máli í TS rannsóknum á höfði.

Accepted: 
  • May 20, 2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38414


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaritgerð diploma ÓÖ.pdf662.93 kBOpenComplete TextPDFView/Open
20210519_220357.jpg839.29 kBLockedDeclaration of AccessJPG