is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38419

Titill: 
  • Burðarþolshönnun, kostnaðaráætlun og kolefnisfótspor fjögurra hæða skrifstofubyggingar úr krosslímdum timbureiningum á Selfossi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Síðustu tvo áratugi hefur átt sér stað mikil aukning á notkun krosslímdra timbureininga (CLT) við mannvirkjagerð og þá sérstaklega í Evrópu. Hver CLT eining samanstendur af timburlögum sem límd eru þvert á hvort annað undir miklum þrýsting og mynda þannig sterkt byggingarefni sem hefur ýmsa efnisfræðilega kosti. Háhýsi úr CLT einingum hafa risið víðsvegar um Evrópu síðustu ár en fæst þeirra eru staðsett á jarðskjálftasvæðum. Á Íslandi hafa verið reistar ýmsar CLT byggingar, s.s. einbýlishús, hótel, skólar og skrifstofuhúsnæði. Í þessari ritgerð verða efniseiginleikar CLT skoðaðir ásamt því að fjögurra hæða CLT skrifstofubygging á Selfossi verður hönnuð samkvæmt evrópskum þolhönnunarstöðlum, byggingarreglugerð og hönnunarhandbókum um CLT. Svörun byggingarinnar gagnvart vind- og jarðskjálftaálagi verður sérstaklega skoðuð og áhrif seigluflokka rædd. Lagt verður mat á kostnað og kolefnisspor byggingarinnar en niðurstöður verða bornar saman við samskonar byggingu úr steinsteypu. Niðurstöður gefa til kynna að fyrir lágan seigluflokk er jarðskjálftaálag ráðandi lárétt álag fyrir bygginguna, en fyrir miðlungs seigluflokk er vindálag ráðandi. Með réttri deilihönnun, uppfyllir CLT bygging kröfur byggingarreglugerðar um styrk, stífni, varmaeinangrun, hljóðvist og brunaþol. Niðurstöður gefa til kynna að notkun CLT og límtrés í burðarkerfi bygginga sé samkeppnishæfur kostur fyrir íslenskan byggingarmarkað m.t.t. kostnaðar og umhverfis-sjónarmiða. Með notkun CLT og límtrés er hægt draga verulega úr kolefnisfótspori bygginga og koma til móts við markmið Íslands um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040.

  • Útdráttur er á ensku

    Over the last two decades, there has been a substantial increase in the use of cross laminated timber (CLT) panels in the construction industry, especially in Europe. Each panel consists of timber layers that are glued perpendicular to each other under high pressure, forming a strong building material with many suitable material properties. Multiple high-rise CLT buildings have been built in Europe but few of them are located in high seismic zones. In Iceland, there are already family dwellings, hotels, schools, and office buildings made out of CLT panels. In this dissertation, the material properties of CLT will be defined prior to the design of a four-story CLT office building at Selfoss, according to the Eurocodes, the Icelandic Building Regulation (IBR) and CLT design handbooks. Its response to lateral wind- and earthquake actions will be examined and the choice of ductility class (DC) discussed. A cost estimation and carbon footprint analysis will be carried out and the results compared to a similar building made out of reinforced concrete. The results indicate that the earthquake load is dominating for DCL but the wind load is dominating for DCM. With correct detail design, CLT structures fulfill the requirements of the IBR with respect to strength, stiffness, insulation, acoustics, and fire resistance. The results also indicate that the cost of using CLT and glulam is in comparison with concrete but timber buildings enjoy the environmental gain. Using CLT panels should thus be a suitable choice for the Icelandic building industry and should help Iceland to reach its goal of carbon neutrality before 2040.

Samþykkt: 
  • 20.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38419


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Audunsson2021.pdf5.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf161.14 kBLokaðurYfirlýsingPDF