is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38424

Titill: 
  • Árangur forlyfjameðferðar gegn vöðvaífarandi þvagblöðrukrabbameini á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Vöðvaífarandi þvagblöðrukrabbamein (VÍBK) er alvarlegur sjúkdómur með einungis 50% fimm ára lifun eftir róttækt þvagblöðrubrottnámi (RBB). Forlyfjameðferð (FLM) með krabbameinslyfjum (MVAC eða GEM-CIS) fyrir RBB er kjörmeðferð við staðbundnu VÍBK. Tilgangurinn með FML er að lækna hugsanleg örmeinvörp sem ekki greinast á stigunarrannsóknum og meðferðin er talin bæta lifun um 5-8%. Byrjað var að nota FLM á Íslandi árið 2012. Markmið rannsóknarinnar var að kanna umfang og árangur meðferðarinnar hérlendis.
    Rannsóknin var afturskyggn, lýðgrunduð ferilrannsókn sem tók til alla sjúklinga sem höfðu greinst með VÍBK á Íslandi frá ársbyrjun 2012 til ársloka 2018. Sjúklingar voru fundnir út frá Krabbameinsskrá og frekari upplýsingar um þá fengnar úr sjúkraskrárkerfum Landspítalans, Sjúkrahússins á Akureyri og Dánarmeinaskrá. Sérstaklega var lagt mat á alvarlegar aukaverkanir af FLM, tíðni T0 sjúkdóms eftir blöðrubrottnám og lifun sjúklinga.
    Á rannsóknartímabilinu greindust alls 94 sjúklingar með staðbundið VÍBK. 32 (34%) þeirra fengu FLM og af þeim undirgengust 24 (75%) RBB í kjölfarið. 20 sjúklingar fengu MVAC meðferð og 12 GEM-CIS. Meirihluti sjúklinga voru karlar (69%) með reykingarsögu (86%). Meðalaldur var 64 ár. Algengast var að fá þrjá skammta af FLM og miðgildi tíma frá greiningu til meðferðar voru 34 dagar. Tíu sjúklingar (34%) fengu alvarlegar aukaverkanir af FLM og algengasta aukaverkunin var blóðsegi eða blóðsegarek. Fimm sjúklingar (16%) þurftu að hætta FLM vegna aukaverkana. Hjá tveimur kom fram dreifður sjúkdómur á meðan FLM stóð en hjá tíu (31%) var merki um minnkandi sjúkdóm á meðferð (samkvæmt stigunarrannsóknum eða T0 í vefjagreiningu). Alvarlegar aukaverkanir sáust sjaldnar (40% vs 17%) og T0 eftir RBB var algengara (20% vs 67%) í hópnum sem fékk MVAC samanborið við GEM-CIS. Marktæk aukning varð á notkun FLM á tímabilinu (p = 0.003). Ekki var sýnt fram á marktækan mun í lifun milli þeirra sem fengu FLM og þeirra sem undirgengust eingöngu RBB (p = 0.4).
    FLM við staðbundnu VÍBK hefur gengið vel á Íslandi og notkun hefur aukist síðustu ár. Alvarlegar aukaverkanir eru fátíðar. Vísbendingar eru um að MVAC meðferð þolist betur og skili betri árangri en GEM-CIS. Niðurstöður okkar styðja áframhaldandi notkun FLM í samræmi við alþjóðlegar leiðbeiningar.

Samþykkt: 
  • 20.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38424


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Ritgerð.pdf1.94 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Leyfi.pdf146.03 kBLokaðurYfirlýsingPDF