is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38429

Titill: 
  • Inflúenzubólusetning og COVID-19. Áhrif inflúenzubólusetningar, MBL magns og blóðflokka á alvarleika COVID-19 sjúkdóms.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Inngangur: COVID-19 hefur haft áhrif á líf flestra síðan faraldurinn hófst. Gríðarlega margir hafa veikst og ljóst er að ekki verði öll heimsbyggðin bólusett á allra næstu misserum. Mörgu er enn ósvarað í sambandi við sjúkdóminn eins og af hverju sumir veikist alvarlega á meðan aðrir sleppi vel. Vangaveltur hafa verið uppi hvort krossvirk mótefni hafi þar áhrif. Vísbendingar eru um að berklabólusetning hafi verndandi áhrif gegn alvarlegum COVID-19 sjúkdómi. Að sama skapi þekkist að mótefni gegn kvefvaldandi veirum HCoVs hafi að einhverju leiti kross-virka mótefnaverkun gegn peptíðum á SARS-CoV-2 og einnig eru vísbendingar um að inflúenzubóluefni gegn árlegu inflúenzunni geti mögulega veitt aukna vörn gegn COVID-19 en það hefur lítið verið rannsakað. Megin tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort einstaklingar bólusettir gegn árlegu infúenzunni 2019 væru betur verndaðir gegn smiti eða alvarlegum COVID-19 sjúkdómi. Einnig var lífvísirinn MBL (mannan lektín) skoðaður ásamt blóðflokkum einstaklinga, fyrst hvort einstaklingar með lágan styrk MBL væru útsettari fyrir smiti eða alvarlegri COVID-19 og hvort tengsl væru milli blóðflokka og alvarleika veikinda.
    Efniviður og aðferðir: Framkvæmd var megindleg afturvirk ferilrannsókn á 510 COVID-19 sjúklingum úr fyrstu bylgju faraldurs. Fengar voru upplýsingar um bólusetningasögu, MBL, blóðflokka, kyn, aldur og innlagnir. Gögn um inflúenzubólusetningar á Íslandi 2019 fengust hjá Landlækni og tölur um mannfjölda fengust á heimasíðu hagstofunnar. Tölfræðivinna fór fram í Excel og tölfræðiforritinu R.
    Niðurstöður: Hlutfall inflúenzubólusettra í úrtaki var 24,1% en 16,3% Íslendinga voru bólusettir gegn inflúenzunni 2019. Kí-kvaðrat próf sýndi marktækan mun á fjölda innlagna í kjölfar SARS-CoV-2 smits hjá bólusettum einstaklingum og óbólusettum. Hlutfallslega lögðust 21% bólusettra inn á sjúkrahús m.v. 12% óbólusettra og áhættuhlutfallið var 1,7 fyrir bólusetta með 95% öryggisbili (1,11-2,63). Ekki reyndist marktækur munur milli hópa m.t.t. gjörgæsluinnlagna. Ekki fannst marktækur munur á MBL magni einstaklinga né tengsl milli blóðflokka og alvarleika veikinda í úrtakinu.
    Ályktanir: Inflúenzubóluefni reyndist ekki verndandi eins og talið var og ekki fannst munur milli MBL magns eða blóðflokka m.t.t. alvarleika COVID-19. Veikleiki er í rannsókninni þar sem ekki var tekið tillit til áhættuhópa meðal bólusettra sem eru útsettari fyrir alvarlegri veikindum. Áhugavert væri að stækka þýðið og lagskipta áhættuhópum og heilbrigðum til að fá betri sýn á virkni inflúenzubólusetninga m.t.t. COVID-19 sjúkdóms.

Samþykkt: 
  • 20.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38429


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
COVID-19 og Inflúenzubólusetning.pdf420.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing BS.pdf358.53 kBLokaðurYfirlýsingPDF