is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38437

Titill: 
 • Langtímaáhrif endurhæfingar á svefn vefjagigtarsjúklinga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: Vefjagigt einkennist meðal annars af langvinnum og útbreiddum verkjum, þreytu og svefntruflunum. Markmið rannsóknarinnar á svefni vefjagigtarsjúklinga var þríþætt. Í fyrsta lagi að sjá hvort munur væri á ákveðnum svefnþáttum á milli vefjagigtar- og samanburðarhóps á tveimur tímapunktum. Í öðru lagi að skoða hver langtímaáhrif endurhæfingar á Reykjalundi voru á svefngildi vefjagigtarsjúklinga. Í þriðja lagi að skoða tengsl svefngæða, dægurgerðar (e. chronotype) og klukkuþreytu (e. social jet lag) við vefjagigtareinkenni.
  Efniviður og aðferðir: Þátttakendur í rannsókninni voru 25 konur með vefjagigt og 19 heilbrigðar konur í samanburðarhópi (aldur: 46,8 ± 8,7/48,4 ± 9,3 ár og BMI: 31,6 ± 5,3/29,2 ± 4,3 kg/m2) og luku 19 vefjagigtarkonur og 15 heilbrigðar konur rannsókninni að fullu. Gerðar voru virknimælingar (e. actigraph) í viku í senn og einkenni vefjagigtar metin með FIQ spurningalista á þremur tímapunktum; við upphaf (T1), við lok (T2) og níu mánuðum eftir lok (T3) sex vikna endurhæfingar á Reykjalundi. Á T1 var spurningalistum svarað til að meta svefngæði (PSQI) og dægurgerð (MEQ). Dægurgerð var einnig reiknuð hlutlægt (MSFsc) út frá virknimælingum, ásamt klukkuþreytu á öllum tímapunktum.
  Niðurstöður: Á T1 varði vefjagigtarhópurinn marktækt lengri tíma í daglúra (p < 0,01) og á T3 svaf sá hópur lengur (p < 0,05) en samanburðarhópurinn. Næturvökutími og meðalsvefnnýtni var svipuð milli hópa á báðum tímapunktum. Klukkuþreyta minnkaði marktækt hjá vefjagigtarhópnum á milli tímapunkta (p < 0,001). Hópurinn fækkaði einnig daglúrum og jók nætursvefntíma sinn en þó ekki marktækt. Fylgni var á milli vefjagigtareinkenna og svefngæða (r = 0,828, p < 0,001) og vefjagigtareinkenna og dægurgerðar, bæði dægurgerðar sem metin var út frá MEQ spurningalistanum (r = -0,571, p < 0,001) og MSFsc á T1 (r = 0,357, p < 0,05).
  Ályktanir: Mikill munur var á svefngæðum vefjagigtarsjúklinga miðað við samanburðarhóp enda sterk tengsl milli vefjagigtareinkenna og huglægs mats á svefngæðum. Þrátt fyrir það sváfu vefjagigtarsjúklingar að meðaltali lengur á næturnar en samanburðarhópurinn og vörðu lengri tíma á viku í daglúra. Langtímaáhrif endurhæfingarinnar á svefngildi fólust annars vegar í marktækri minnkun á klukkuþreytu og hins vegar á styttingu daglúra sem þó var ekki marktæk, en er vísbending um reglulegra svefnmynstur. Ekki fannst marktækur munur á dægurgerð milli hópa þó vefjagigtarsjúklingar sýndu tilhneigingu til að vera með seinkaða dægursveiflu og marktækt samband fannst á milli dægurgerðar og vefjagigtareinkenna á T1.

Samþykkt: 
 • 21.5.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38437


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_valdis_svefn&vefjagigt_loka.pdf983.9 kBLokaður til...01.06.2024HeildartextiPDF
Yfirlysing_eydublad.pdf511.65 kBLokaðurYfirlýsingPDF