is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38440

Titill: 
 • Gagnsemi meðferðarúrræða við kvíða barnshafandi kvenna fyrir valkeisaraskurði í mænudeyfingu: Kerfisbundin fræðileg samantekt.
 • Titill er á ensku The usefulness of treatment options for pregnant women’s anxiety before elective caesarean section in spinal anesthesia: A systematic review.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Kvíði barnshafandi kvenna fyrir valkeisaraskurði í mænudeyfingu er tiltölulega algengt fyrirbrigði en tíðni keisaraskurða fer vaxandi á heimsvísu. Kvíði er huglæg tilfinning um óróleika, ótta eða áhyggjur sem leiðir til ósjálfráðra, líkamlegra viðbragða en viðvarandi streituviðbrögð geta haft skaðlegar afleiðingar í för með sér bæði fyrir móður og barn. Þörf er á samþættri gagnreyndri þekkingu á viðfangsefninu sem hægt væri að nýta í klínísku samhengi.
  Rannsóknarsnið: Kerfisbundin fræðileg samantekt.
  Markmið: Að skoða megindlegar rannsóknir sem meta árangur ólíkra meðferðarúrræða er miða að því að draga úr kvíða barnshafandi kvenna fyrir valkeisaraskurði í mænudeyfingu og samþætta gagnreynda þekkingu á viðfangsefninu.
  Aðferð: Heimildaleit var framkvæmd í gagnagrunnum PubMed, Google Scholar og Scopus í febrúar og mars 2021. Við efnisleit voru notuð fyrirfram ákveðin leitarorð ásamt inntöku- og útilokunarskilyrðum. PRISMA flæðirit var notað til að lýsa heimildaleit nánar. Alls stóðust 14 frumrannsóknir inntökuskilyrðin.
  Niðurstöður: Þrýstipunktameðferð og munnleg fræðsla ásamt úthlutun fræðslubæklings fyrir valkeisaraskurð reyndust vera áhrifarík meðferðarúrræði til að draga úr kvíða barnshafandi kvenna fyrir aðgerð. Tónlistarmeðferð, notkun glaðlofts ásamt nærveru og stuðningi bæði fyrir og á meðan á aðgerð stóð reyndist einnig draga marktækt úr kvíða barnshafandi kvenna. Rannsóknir um fræðslumyndband leiddu í ljós misgóðan árangur þar sem ein sýndi ávinning en tvær sýndu ekki marktækan mun á kvíða barnshafandi kvenna fyrir valkeisara.
  Ályktun: Meðferðarúrræði sem fela í sér nánd heilbrigðisstarfsfólks af einhverju tagi fyrir valkeisara í mænudeyfingu geta dregið úr kvíða kvenna og eru hjúkrunarfræðingar og ljósmæður í lykilstöðu til að veita slík úrræði. Höfundar mæla með frekari rannsóknum á viðfangsefninu hérlendis og í öðrum Evrópulöndum þar sem skortur virðist vera á nýlegum rannsóknum frá þeim svæðum. Áhugavert væri einnig að kanna hvort árangur náist af því að veita meðferðarúrræði fyrr í ferlinu, yfir lengra tímabil og hvort ávinningur sé af því að samþætta meðferðarúrræði.
  Lykilorð: Kvíði, keisaraskurður, mænudeyfing

 • Background: Anxiety of pregnant women before elective caesarean sections in spinal anesthesia is a relatively common phenomenon, but the frequency of caesarean sections is increasing worldwide. Anxiety is a subjective feeling of uneasiness, fear or anxiety that leads to involuntary, physical reactions, but persistent stress reactions can have harmful consequences for both mother and child. There is a need for integrated evidence-based knowledge of the subject that could be used in a clinical context.
  Research format: A systematic review.
  Aim: To examine quantitative studies that evaluate the effectiveness of different treatment options, aimed at reducing the anxiety of pregnant women before elective caesarean sections in spinal anesthesia and integrating evidence-based knowledge on the subject.
  Method: Source search was performed in the databases of PubMed, Google Scholar and Scopus in February and March 2021. Pre-determined keywords were used in the content search, along with admission and exclusion criteria. The PRISMA flow chart was used to further describe the source search. A total of 14 preliminary studies met the admission requirements.
  Results: Pressure point therapy and oral education, as well as the distribution of an educational booklet for elective caesarean sections, proved to be effective treatment options to reduce pregnant women's anxiety before surgery. Music therapy, the use of nitrogen oxide, as well as presence and support both before and during the operation also proved to significantly reduce the anxiety of pregnant women. Research on educational videos showed mixed results, with one showing benefits and two not showing significant differences in pregnant women's anxiety before elective caesarean sections.
  Conclusion: Treatment options that involve the proximity of healthcare professionals of some kind for elective caesarean sections in spinal anesthesia can reduce women's anxiety, and nurses and midwives are in a key position to provide such treatment resources. The authors recommend further research on the subject in Iceland and other European countries, as there seems to be a lack of recent research from those areas. It would also be interesting to examine whether the success of providing treatment options earlier in the process, over a longer period of time and whether there are benefits to integrating treatment options.
  Keywords: Anxiety, caesarean section, spinal anesthesia

Samþykkt: 
 • 21.5.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38440


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð pdf .pdf730.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.jpg160.97 kBLokaðurYfirlýsingJPG