is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38442

Titill: 
 • Samanburður á innstillingu, skannlengd og skuggaefnisþéttni í tölvusneiðrannsóknum á kvið hjá þremur stofnunum : Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Orkuhúsið
Námsstig: 
 • Diplóma meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: Þróun tölvusneiðtækja hefur verið hröð seinustu áratugi. Tölvusneiðmyndir eru geislaþungar rannsóknir ef miðað er við hefðbundnar röntgenmyndatökur. Sökum hás geislaskammts og möguleika á skaðlegum áhrifum jónandi geislunar skal leitast við að halda geislun í lágmarki. Ýmsar breytur hafa áhrif á geislaskammtinn eins og til dæmis skannlengd og innstilling sjúklings. Algengt er að gefið sé skuggaefni í bláæð í tölvusneiðmyndum á kvið. Mismunandi aðferðir eru notaðar við skuggaefnisgjöf á milli stofnananna í rannsókninni, sumar stofnanir nota saltvatn ásamt skuggaefninu en aðrar ekki. Suð í TS mynd er mælikvarði á myndgæði og hægt að nota það til að áætla mismunadi myndgæði á milli rannsókna.
  Markmið: Markmiðið var að skoða innstillingu, skannlengd og myndgæði í samhengi við geislaskammta. Einnig var kannað hvort mismunandi aðferðir við skuggaefnisgjöf hefðu áhrif á skuggaefnisþéttni. Þessir þættir voru skoðaðir í tölvusneiðmyndum á kvið hjá Heilbrigðistofnun Suðurlands á Selfossi, Heilbrigðistofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum og Orkuhúsinu í Reykjavík.
  Efni og aðferðir: Aftursæ gagnasöfnun fór fram í Orkuhúsinu. Safnað var 50 TS rannsóknum á kvið með skuggaefni frá Orkuhúsinu, HSU á Selfossi og HSU í Vestmannaeyjum. Einnig var safnað gögnum úr 50 TS rannsóknum á kvið án skuggaefnis frá Orkuhúsinu, 20 frá HSU á Selfossi og 44 frá HSU í Vestmannaeyjum. Dreifigreining var framkvæmd á lengdargeislun, skannlengd, innstillingu, HU-gildum og SD-gildum. Ef marktækur munur fannst var notast við Tukey próf um eftirásamanburð (Tukey HSD). Fylgni var reiknuð á milli lengdargeislunar og skannlengdar, CTDIvol og innstillingar á y-ás og einnig á milli CTDIvol og SD-gildis.
  Niðurstöður: Framkvæmd dreifigreiningar á TS rannsókn á kvið með skuggaefni leiddi í ljós marktækan mun á lengdargeislun (F(2,147) = 11,880, p=1,65E-05). Niðurstöður úr dreifigreiningu í TS-rannsóknum á kvið án skuggaefnis leiddi í ljós að ekki var marktækur munur á lengdargeislun (F(2,111) = 1,618, p=0,203). Niðurstöður dreifigreiningar fyrir CTDIvol í TS rannsóknum á kvið með skuggaefni sýndu að um marktækan mun var að ræða, (F(2,147) = 8,50, p=0,0003). Dreifigreining á skannlengd var marktæk, (F(2,147) = 14,084, p=2,535E-06). Dreifigreining á innstillingu á y-ás var marktæk, (F(2,147) = 7,078, p=0,001) en hún var ekki marktæk á x-ás, (F(2,147) = 4,622, p = 0,226.) Dreifigreining á HU-gildunum var marktæk, (F(2,147) = 6,415, p=0,002) en á SD-gildum var hún það ekki, (F(2,147) = 2,20, p=0,11).
  Umræður og ályktanir: Ekki fannst marktækur munur á myndgæðum á milli stofnananna þriggja þrátt fyrir mismunandi aðferðir við tölvusneiðrannsóknir á kvið. Hæstur geislaskammtur var á HSU á Selfossi þar sem skannlengd var lengst og þar var einnig flestum stillt inn ofan við miðju á y-ás. Skuggaefnisþéttnin var mest á HSU í Vestmannaeyjum en þar var gefið mesta skuggaefnismagnið. Draga má þann lærdóm af rannsókninni að leið til bestunar myndgæða sé minnkuð skannlengd og rétt innstilling. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að nauðsynlegt sé að halda áfram frekari rannsóknum á TS rannsóknum á kvið með fleiri breytum, fleiri stofnunum og fjölmennara úrtaki.

Samþykkt: 
 • 21.5.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38442


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Diplomaritgerd-lokaskil.pdf4.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf3.24 MBLokaðurYfirlýsingPDF