Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38443
Bakgrunnur: Langvinnir verkir eru algengt heilsufarslegt vandamál, sem hafa áhrif á lífsgæði fólks og eru algeng orsök fyrir örorku hér á landi, sem og á heimsvísu. Vaxandi áhugi hefur orðið meðal almennings á viðbótarmeðferðum og sérstaklega hefur áhugi aukist á að fara í kalda potta og sjósund. Kuldi dregur úr blóðflæði til vefja og hægir á efnaskiptum í frumum. Hiti eykur blóðflæði til vefja líkamans, því verða aukin efnaskipti í frumum og vefirnir verða teygjanlegri. Vatnsmeðferð sem felur í sér að nota þrýsting vatns og að fljóta getur slakað á vöðvum líkamans og þannig haft áhrif á að draga úr langvinnum verkjum.
Tilgangur: Að skoða og samþætta niðurstöður nýlegra rannsókna um áhrif hita-, kulda- og vatnsmeðferða á langvinna verki og meta hvort meðferðirnar geti haft áhrif til verkjastillingar.
Aðferð: Fræðileg samantekt var gerð og leitað að rannsóknum frá 2016 til febrúar 2021, um vatns- og hitameðferð. Rannsóknir um kuldameðferð voru frá 2011 til 2021. Leitin var framkvæmd í þremur gagnabönkum, PubMed, Scopus og Clinahl.
Niðurstöður: Níu rannsóknir fundust með leitinni, þar af voru fimm um hita, tvær um kulda og tvær um vatnsmeðferð. Rannsóknir gáfu til kynna að hitameðferð með 39-42°C getur dregið úr verkjum. Kuldameðferð getur haft einhver áhrif á verki til styttri tíma. Að stunda heilsulindir getur einnig haft einhver áhrif á verki. Með minnkuðum verkjum jukust lífsgæði.
Ályktun: Hita-, kulda- og vatnsmeðferðir geta haft áhrif á langvinna verki. Erfitt er að álykta um lengd og hitastig meðferðar til að hún beri sem mestan árangur. Þegar ákveða þarf hvaða meðferð eigi að nota, þarf að hafa í huga sjúkdómssögu skjólstæðinga með tilliti til frábendinga. Mikilvægt er fyrir hjúkrunarfræðinga að kynna sér viðbótameðferðir til að geta ráðlagt skjólstæðingum sínum um notkun þeirra. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á þessum meðferðum og þörf er á frekari rannsóknum á efninu.
Background: Chronic pain is a common health problem, that affects people’s quality of life and is a common cause for disability in Iceland, as well as globally. Growing interest regarding alternative therapies has grown with the populace, in particular the use cold tubs and sea swimming. Cold decrease blood flow to bodily tissue and thereby decreasing cell metabolism. Heat increases blood circulation and thereby increases cell metabolism and tissue elasticity. Hydrotherapy that involves the use of water pressure and floating can relax the body’s muscles and thus having the effect of reducing chronic pain.
Purpose: To examine and intergrade the results of recent studies on the effects of heat-, cold- and hydrotherapy on chronic pain and assess whether the treatments can have an effect on chronic pain.
Method: A systematic review was conducted on research from 2016 to 2021, regard hydro- and heat therapy. While the range was expanded to cover 2011 to 2021 when it came to cold therapy. The search was conducted in three databases, PubMed, Scopus and Clinahl.
Results: Nine studies were discovered, of which five covered heat therapy, two covered cold therapy and two hydrotherapy. Results implied that heat therapy of 39 to 42°C could decrease pain. Cold therapy treatment can decrease pain for short time periods. Hydrotherapy also showed promise for reducing chronic pain. Results showed that with decreased pain, life satisfaction increased.
Conclusion: Heat-, cold- and hydrotherapy can influence chronic pain. From these results it is difficult to conclude on the most effective duration and temperature of treatment. When deciding treatment course, the patient’s the medical history must be considered regarding possible contraindications. It is important for registered nurses to familiarize themselves with alternative treatment therapy to be able to advise their clients on their usage. Few studies have been made on the use of alternative therapy like these and further research is needed.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hita-, kulda- og vatnsmeðferð við langvinnum verkjum. Arna Rós og Sara Dröfn. BS-ritgerð.pdf | 618.46 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing, Arna og Sara.pdf | 1.02 MB | Lokaður | Yfirlýsing |