Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38444
Bakgrunnur: Verkur er óþægileg skynjun og tilfinningaleg upplifun af völdum raunverulegs eða hugsanlegs vefjaskaða. Verkir eru algengt vandamál hjá gjörgæslusjúklingum en verkjamat og verkjameðferð sjúklinga á gjörgæsludeild getur verið ábótavant. Mikilvægt er að meta verki gjörgæslusjúklinga með viðeigandi verkjamatskvörðum og meðhöndla verki á viðeigandi hátt til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar.
Markmið: Að athuga tíðni verkjamats og styrkleika verkja meðal gjörgæslusjúklinga fyrir og eftir innleiðingu verklagsins Verkir, vökustig, óráð (VVÓ).
Aðferð: Rannsóknin var megindleg, lýsandi og afturvirk. Þátttakendur (N=176) voru sjúklingar ≥18 ára sem höfðu verið ≥24 klukkustundir á gjörgæsludeildum Landspítala á tveimur sex vikna tímabilum fyrir innleiðingu (N=95) og eftir innleiðingu (N=81) verklagsins VVÓ. Tíðni verkjamats og styrkleiki verkja var athugað með skráningu verkjamatskvarðana Numeric Rating Scale (NRS) og Critical-Care Pain Observation Tool (CPOT) í rafrænu skráningarkerfi gjörgæsludeilda.
Niðurstöður: Af 176 sjúklingum voru 51% (n=90) sjúklinga verkjametnir með verkjamatskvörðum, 49% (n=86) sjúklinga voru aldrei verkjametnir. Sjúklingar voru að jafnaði verkjametnir með NRS og CPOT 0,4 sinnum á dag í legunni fyrir innleiðingu VVÓ en 2,7 sinnum á dag í legunni eftir innleiðingu VVÓ. Notkun NRS og CPOT var marktækt meiri eftir innleiðingu verklagsins VVÓ samanborið við fyrir innleiðingu verklagsins VVÓ (p ≤ 0,001). Styrkleiki verkja metið með NRS og/eða CPOT var skráður hjá 87 sjúklingum. Í heildina voru 20% (N=87) sjúklinga sem höfðu engan verk, 18% (N=87) sem mildan verk, 38% (N=87) sem meðal verk og 24% (N=87) sem mikinn verk. Ekki var marktækur munur á styrk verkja metið með NRS og CPOT eftir innleiðingu VVÓ verklagsins samanborið við fyrir innleiðingu VVÓ verklagsins, χ2 (3, N=87) = 3,072, p = 0,381.
Ályktun: Innleiðing á verklaginu VVÓ leiddi til marktækt meiri notkunar á verkjamatskvörðunum NRS og CPOT. Engin munur var á styrkleika verkja fyrir og eftir innleiðingu VVÓ þegar skoðuð var sameiginleg notkun verkjamatskvarðana NRS og CPOT.
Lykilorð: Verkir, verkjamatskvarðar, hjúkrun, gjörgæslusjúklingar, afleiðingar, VVÓ verklag.
Background: Pain is an uncomfortable sensation and emotional experience caused by actual or potential tissue damage. Pain is a common problem for patients in the intensive care unit (ICU) but pain assessment and pain management are often unacceptable. It is important to assess the pain of patients in the ICU with appropriate assessment scales and treat pain appropriately in order to prevent severe consequences.
Objective: To assess the frequency of pain assessment and the intensity of pain among ICU patients before and after the implementation of the guidelines Pain, Agitation and Delirium (PAD).
Method: The study was quantitative, descriptive and retrospective. Participants (N=179) were patients ≥18 years of age who had been ≥24 hours in ICU at Landspitali University Hospital during two six-week periods before implementation (N=95) and after implementation (N=81) of the PAD guidelines. The frequency of pain assessment and the intensity of pain were examined with the documentation of the use of pain assessment scales Numeric Rating Scale (NRS) and Critical-Care Pain Observation Tool (CPOT) in the registration system in the ICU.
Results: Out of 176 patients, 51% (n=90) patients received pain assessment using appropriate pain assessment scales, however 49% (n=86) patients were never assessed. Patients were generally assessed for pain using NRS and CPOT 0,4 times a day during their stay in ICU before the implementation of PAD but 2,7 times a day during their stay in ICU after the implementation of PAD. The use of pain assessment scales, NRS and CPOT, was significantly higher after the implementation of the PAD guidelines compared to before the implementation of the PAD guidelines (p ≤ 0,001). The intensity of pain assessed with NRS and/or CPOT was documented in 87 patients. In total, 20% (n=87) of patients had no pain, 18% (N=87) had mild pain, 38% (N=87) had moderate pain and 24% (N=87) had severe pain. No significant difference in pain intensity assessed with NRS and CPOT after the implementation of PAD guidelines compared to before the implementation of PAD guidelines χ2 (3, N=87) = 3,072, p = 0,381.
Conclusion: The implementation of the PAD guidelines led to a significantly greater use of the pain assessment scales NRS and CPOT. There was no significant difference in pain intensity before and after the implementation of the PAD guidelines when the use of the pain assessment scales NRS and CPOT was examined.
Key words: Pain, pain assessment, nursing, intensive care patient, consequences, PAD guidelines
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Verkir og verkjamat gjörgæslusjúklinga - Sandra Þorsteinsdóttir og Sesselja Theodórsdóttir.pdf | 1.41 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf | 274.92 kB | Lokaður | Yfirlýsing |