is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38452

Titill: 
  • Samanburður á heilsutengdum lífsgæðum eftir brjóstnám með og án tafarlausrar uppbyggingar hjá konum með brjóstakrabbamein: Fræðileg samantekt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein meðal kvenna og búast má við að ein af hverjum tíu konum greinist með sjúkdóminn einhvern tímann á ævinni. Skurðaðgerð er aðalmeðferðin við brjóstakrabbameini og er annað hvort gerður fleygskurður eða brjóstnám, með eða án uppbyggingar. Stór hluti brjóstnámsaðgerða gefa konum möguleika á lækningu á meðan uppbyggingin bætir útlitslega útkomu. Krabbameinsgreining og meðferðir hafa áhrif á heilsutengd lífsgæði einstaklinga en heilsutengd lífsgæði er mat einstaklings á líðan sinni, heilsu og færni. Mælitæki lífsgæða eru mikilvægir þættir fyrir heilbrigðiskerfið til að meta árangur, eins og árangur skurðaðgerða.
    Tilgangur: Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að bera saman heilsutengd lífsgæði kvenna sem hafa greinst með brjóstakrabbamein og farið í brjóstnám með og án uppbyggingar. Einnig var skoðað hvaða mælitæki voru notuð til að mæla heilsutengd lífsgæði.
    Aðferð: Samtals tíu greinar voru notaðar í þessa fræðilegu samantekt. Leit að heimildum fór fram í gagnasöfnum PubMed og Scopus, einnig voru tvær heimildir teknar úr heimildalista annarra greina. Leit að rannsóknunum fór fram 9. mars til 12. apríl 2021. Leitað var að rannsóknum á ensku, sem báru saman heilsutengd lífsgæði kvenna með brjóstakrabbamein eftir brjóstnám annars vegar og brjóstnám með tafarlausri uppbyggingu hins vegar. Til að greina heimildir var PRISMA flæðirit haft til hliðsjónar.
    Niðurstöður: Ekki var hægt að draga ályktun af niðurstöðum rannsóknanna varðandi mun á heilsutengdum lífsgæðum hjá þessum hópum. Níu rannsóknir sýndu fram á marktækan mun á ákveðnum lífsgæðum en aðrar rannsóknir gátu ekki stutt þann mun. Fjöldi mælitækja sem notaður var í þessum rannsóknum voru 19. Algengustu mælitækin voru BREAST-Q, QLQ-C30 og QLQ-BR23 sem mældu ýmsar breytur. 



    Ályktun: Þrátt fyrir að þessi fræðilega samantekt hafi ekki sýnt marktækan mun á þessum sjúklingahópum þá voru vísbendingar um það í nokkrum rannsóknum að lífsgæði væru betri eftir brjóstnám með tafarlausri uppbyggingu. Aftur á móti getur verið erfitt að sýna fram á það með óyggjandi hætti meðal annars þar sem ekki er hægt að gera íhlutunarrannsóknir við þessar aðstæður því konan ræður alltaf hvort hún þiggur uppbyggingu, sé það ráðlagt yfir höfuð. Einnig getur verið erfitt að bera saman mismunandi hópa.

Samþykkt: 
  • 21.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38452


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerd.EE.SFG.pdf486.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf180.94 kBLokaðurYfirlýsingPDF