Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38458
Bakgrunnur: Skurðaðgerðir geta verið yfirþyrmandi reynsla fyrir börn og vakið upp vanlíðan og kvíða. Kvíði fyrir aðgerð getur orsakast af aðskilnaði við foreldra, hræðslu við aðgerðina og ótta við sársauka. Þessar tilfinningar hafa mögulega neikvæð áhrif á innleiðslufasa svæfingarinnar og bata eftir aðgerðina. Ýmsar leiðir hafa verið farnar til að draga úr kvíða barna og er athyglisdreifing ein þeirra. Einnig hafa verið þróuð mælitæki til að meta kvíðastig barna fyrir skurðaðgerðir og hafa þau verið viðurkennd erlendis en ekkert slíkt mælitæki hefur verið innleitt hérlendis á klínískum vettvangi.
Rannsóknarsnið: Fræðileg samantekt á megindlegum rannsóknum.
Tilgangur: Að varpa ljósi á þær rannsóknir sem nota mælitæki til að meta kvíða barna fyrir skurðaðgerðir með það að markmiði að kanna áreiðanleika og réttmæti þeirra.
Aðferð: Leitað var í Pubmed gagnagrunninum til að finna viðeigandi rannsóknir. Notast var við fyrirfram ákveðin inntöku- og útilokunarskilyrði og afrakstur heimildarleitarinnar settur fram með PRISMA flæðiriti. Eiginleikar og niðurstöður hverrar rannsóknar fyrir sig voru settar inn í töflu og samþættar með orðum.
Niðurstöður: Leitin skilaði níu rannsóknum sem notuðu allar The modified Yale Preoperative Anxiety Scale, mYPAS sem mælitæki til að meta kvíða barna fyrir skurðaðgerðir, auk annarra mælitækja á kvíða sem voru notuð samhliða mYPAS. Niðurstöður samantektarinnar sýndu fram á áreiðanleika og réttmæti mYPAS við mat á kvíða barna sem fara í skurðaðgerðir. Einnig að athyglisdreifing með bíómyndum, tónlist, slökun og sýndarveruleika geti dregið úr kvíða barna fyrir skurðaðgerðir.
Ályktun: Með því að leggja mat á kvíða barna með áreiðanlegum og réttmætum mælitækjum eins og mYPAS er hægt að fylgjast með kvíðastigi barna og meta út frá því hvort barn þurfi forlyfjagjöf sem inniheldur róandi lyf eða annarskonar íhlutun líkt og athyglisdreifingu til að draga úr kvíða. Hjúkrunar-fræðingar á skurðstofum og aðrir hjúkrunarfræðingar sem vinna með börn eru í lykilaðstöðu til að meta kvíða barna fyrir skurðaðgerð og önnur heilsufarsleg inngrip og veita íhlutun til að minnka kvíðastig þessara barna.
Lykilorð: Börn, athyglisdreifing, áreiðanleiki, réttmæti, mælitæki á kvíða, aðgerðarferli.
Background: Surgery can be an overwhelming experience, especially for children, it can often cause discomfort and anxiety. Preoperative anxiety can occur due to separation from parents, fear of the operation and fear of pain. These feelings can have a negative effect on the anesthesia and can also lead to a slower recovery after the operation. Various approaches have been used to reduce children’s anxiety and distraction is one of them. There are also several recognized measurement tools for assessing children's anxiety levels.
Design: A systematic review of quantitative studies.
Purpose: To shed light on the research that uses measuring instruments to assess children’s anxiety before surgery, furthermore to examine their reliability and validity.
Method: A search was made in the PubMed database to find relevant research. A description of the source search was made with a PRISMA flow chart. The results of the research were entered into a table and integrated into text.
Results: Nine studies were analysed; The modified Yale Preoperative Anxiety Scale, mYPAS as a measurement tool to assess preoperative anxiety in children along with other measures of anxiety. The result of this review showed the effectiveness of using the measuring instrument for anxiety and also showed its reliability and validity. In addition, the results showed that different forms of distraction can reduce children's anxiety before surgery.
Conclusion: By assessing children's anxiety with reliable and valid measuring instruments such as mYPAS it is possible to monitor children's anxiety levels and assess whether a child needs pre-medications containing a sedative or other intervention, such as distraction, to reduce anxiety. Nurses working in the operating room or working with children are in a key position to assess these children and find those who are anxious before surgery.
Keywords: Children, distraction, reliability, validity, instruments to measure anxiety, perioperative
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
bs_ritgerd_aab_iro_skemma.pdf | 627,18 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
lokaverkefni_yfirlysing_aab_iro.pdf | 49,06 kB | Lokaður | Yfirlýsing |