is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38460

Titill: 
 • Leiðtogahlutverk í bráðum aðstæðum
 • Titill er á ensku Leadership role in emergency care
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Leiðtogi er víðtækt hugtak sem vísar meðal annars í hegðun, atferli og persónueiginleika. Hugtakið felur í sér að leiðtogi leiði hóp einstaklinga. Leiðtogar þurfa að hafa skýrar hugmyndir um eigin gildi, viðhorf og færni ásamt því að þessir þættir ættu að endurspeglast í viðmóti hjá viðkomandi. Áhrifarík leiðtogafærni er ekki meðfædd heldur mótast af þekkingu og reynslu.
  Tilgangur: Megintilgangur verkefnisins er samþætting rannsókna um leiðtoga í bráðum aðstæðum. Leitast var eftir að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvaða eiginleikum þarf leiðtogi að búa yfir við bráðar aðstæður? Hvernig á að þjálfa leiðtogafærni? Hefur leiðtogi áhrif á afdrif sjúklinga?
  Aðferð: Stuðst var við kerfisbundna heimildaleit. Leit fór fram í gagnagrunni PubMed og Google Scholar. Leitast var eftir rannsóknargreinum sem tengdust leiðtogum við bráðar aðstæður, leiðtogaþjálfun, hlutverki og færni leiðtoga. Átta rannsóknargreinar voru valdar sem stóðust skilyrðin og svöruðu rannsóknarspurningunum. Heimildaleit var afmörkuð við síðustu 10 ár, greinar á ensku og íslensku.
  Niðurstöður: Árangursríkir leiðtogar tileinka sér jákvæð samskipti, skapa traust og mynda góð tengsl í teymi. Þeir eru einnig hvetjandi og bera virðingu fyrir öðrum og búa yfir góðri færni í samskiptum. Þegar leiðtogar styðjast við neikvæð samskipti, eru þeir hvassir í tilsvörum eða gera lítið úr skoðunum annara, þá dregur það úr árangri teymisins. Mikilvægt er að liðsmenn í teymi upplifi sig sem hluta af teyminu, að borin sé virðing fyrir þeim og þeir hafi frelsi til að láta í ljós skoðanir sínar. Markviss leiðtogaþjálfun eflir frammistöðu leiðtoga í teymisvinnu og hefur verið tengd við jákvæð áhrif á hegðun og frammistöðu leiðtoga. Fram hefur komið að þegar hjúkrunarfræðingar eru í leiðtogahlutverki hefur það sýnt marktæk áhrif á gæði endurlífgunar. Þá bæta leiðtogar í hjúkrun hraða og skipulag teymis og saman stuðla þessir þættir að betri afdrifum sjúklinga.
  Ályktanir: Hlutverk leiðtoga í bráðum aðstæðum er mikilvægt og hefur það áhrif á gæði meðferðar. Persónulegir eiginleikar í fari leiðtoga hafa áhrif á teymisvinnu og góð teymisvinna er mikilvæg þegar kemur að meðferð alvarlegra slasaðra og bráðveikra. Leggja þarf ríkari áherslu á þjálfun hjúkrunarfræðinga í leiðtogafærni til að mynda með herminámi.
  Lykilorð: Leiðtogahlutverk, bráðar aðstæður, leiðtogaþjálfun, leiðtogafærni, leiðtogastílar

 • Útdráttur er á ensku

  Background: The terminology for a leader is a rather broad subject. It refers to behavioral conduct and
  personality traits amongst other things.
  The concept itself includes that a leader – leads a group of persons. Leaders must have a clear idea of their own values, attitude and skills. These things should reflect in the persons behavioral manners. Effective leadership values is not something you are born with but rather something that forms and evolves over time with knowledge and experience.
  Purpose: The main purpose of this thesis is to integrate previous researches done concerning leaders in acute care. In order to achieve that goal, we needed answers to questions such as: What skills does a leader in acute care need to possess? How is it possible to train leadership in acute care? Does leadership influence the wellbeing of a patient?
  Method: Systematic searches for sources was used to collect data for this project. The search was performed using PubMed and Google Scholar. It included research articles that were connected to leadership in acute situations, leadership training and roles and skills of a leader.
  Nine research articles, which met the conditions of the project and answered the research questions, were picked for the study. The research criteria was demarcated for the past 10 years in time and included articles in both English and Icelandic.
  Results: This thesis concludes that in order to effectively and successfully lead a team in acute care there are a few things that need to be done properly. Positive communication, trust and rapport between the people in your team are key factors. These leaders are also supportive and have mutual respect for others. When leaders behave negatively towards the people in their team they often come off as being harsh and belittling. This would certainly demoralize the entire group and cut down in effectiveness and therefor the success of the team. It is important that all the members of the team experience themselves as a part of the team, that they are valued and respected and that they have the freedom to express their opinions. Targeted leadership training strengthens the performance and behavior of the leader in a group task and it has been connected with positive effects on behavior and performance of leaders. It has been shown that when nurses are situated in key leadership roles, it had a positive and good effect on the quality of resuscitation. It has also been shown that leaders in nursing improve efficiency and organization of the team. These factors positively improve the outcome of the patient.
  Conclusion: The role of a leader in acute situations is important and it affects the quality of treatments. Personal traits in the impression of a leader, influences the teams work. Good teamwork is valuable and important when it comes to treatment of seriously injured or acutely ill patients. It must be emphasized that training nurses in leadership skills is vitally important and observational learning is a good way to learn those traits.
  Keywords: Leadership, acute care, leadership training, leadership skills, leadership styles.

Samþykkt: 
 • 21.5.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38460


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leiðtogahlutverk í bráðum aðstæðum - Lára Hafrún og Þórdís .pdf434.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf162.07 kBLokaðurYfirlýsingPDF