Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38461
Bakgrunnur: Þegar einstaklingur greinist með krabbamein ganga hann og fjölskylda hans í gegnum erfiðar lífsbreytingar og standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum. Fjölskyldur eru misvel undirbúnar til að takast á við slíkar breytingar og mörgum líður eins og fótunum hafi verið kippt undan þeim. Aðlögunarleiðir sem einstaklingar og fjölskyldur styðjast við til að takast á við þessar aðstæður skila mismiklum árangri. Stuðningur við fjölskyldur er mikilvægur þegar verið er að takast á við erfiðleika eins og krabbamein. Stuðningsþarfir eru einstaklingsbundnar en taka einnig mið af þörfum fjölskyldunnar sem heild.
Tilgangur: Að varpa ljósi á helstu aðlögunarleiðir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og nánustu aðstandenda þeirra við að takast á við sjúkdóminn, helstu stuðningsþarfir og hvað hjúkrunarfræðingar geta gert til að styðja við fjölskyldur á slíkum tímum. Áhersla var lögð á að skoða sem breiðast aldursbil fullorðinna.
Aðferð: Fræðileg samantekt þar sem heimildaleit fór fram í gagnagrunnum Google Scholar og PubMed með kerfisbundnum hætti. Leit fór fram með fyrirfram ákveðnum leitarorðum skv. PICOTS viðmiðum. Heimildaleit markaðist af fræðilegum greinum um niðurstöður eigindlegra og megindlegra rannsókna frá árunum 2011-2021. Ferli heimildaleitar var sett upp í PRISMA flæðirit. Rannsóknirnar voru gæðametnar út frá gæðamatsskema og síðan flokkaðar eftir litakóða: grænn þýddi framúrskarandi gæði, gulur þýddi meðalgóð gæði og rauður þýddi lág gæði.
Niðurstöður: Alls stóðust 10 rannsóknir viðmið samantektarinnar. Þær áttu það sameiginlegt að skoða hvaða aðlögunarleiðir krabbameinsveikir og fjölskyldur þeirra nýta sér til þess að stuðla að aukinni vellíðan og aðlaga sjúkdóminn að daglegu lífi og/eða hverjar helstu áskoranir og stuðningsþarfir þeirra væru. Helstu niðurstöður rannsóknanna sýna að aðlögunarleiðir krabbameinsveikra og aðstandenda snúa að persónulegum þáttum og umhverfisþáttum. Persónulegir þættir fela í sér að ræða tilfinningar, taka stjórn á eigin umönnun, raunsæi, jákvæð sjálfsvitund, jákvæðni og trúarbrögð. Umhverfisþættir fela í sér að halda rútínu, setja lítil markmið, fagna litlum sigrum og að hafa gott stuðningsnet. Auk þess sýndu niðurstöður að helstu stuðningsþarfir aðstandenda snúa að auðskiljanlegri upplýsingagjöf, hreinskilni frá heilbrigðisstarfsfólki, staðfestingu á að sjúklingurinn fái bestu meðferð sem völ er á, þeir fái tækifæri til að deila eigin áhyggjum og hugsunum og búi við fjárhagslegt öryggi.
Ályktanir: Styðja þarf betur við aðstandendur krabbameinsveikra og skima fyrir vanlíðan þeirra rétt eins og sjúklinga. Með því að auka stuðning við umönnunaraðila væri hugsanlega hægt að draga úr streitu þeirra, hjálpa þeim að styðja við sjúklinginn og þannig dregið úr vanlíðan krabbameinssjúklinga.
Lykilorð: Krabbamein, aðlögunarleiðir, fjölskyldur og hjúkrun.
Background: Cancer diagnosis affects both the patient and his family and puts them through difficult life changes. Families are unprepared to deal with such changes, and many feel as if they are overwhelmed. The coping mechanisms used by individuals and families to cope with these situations are effective to varying degrees. Family support is important when dealing with difficulties such as cancer. Support needs are different between individuals and take into account the needs of the family as a whole.
Purpose: To shed light on the main coping mechanisms of individuals diagnosed with cancer and their family members in dealing with the disease, the main support needs of patients and family members, and what nurses can do to support families in such times. Emphasis was placed on examining the widest age range for adults.
Method: A literature review was conducted. Peer-reviewed theoretical material was sought in the databases of Google Scholar and PubMed in a systematic way. A search was performed with predetermined keywords according to PICOTS criteria. Only academic articles on the results of qualitative and quantitative research published in 2011-2021 were considered. The literature search process was set up in a PRISMA flowchart. The quality of the studies was assessed according to a quality assessment scheme and then categorized by a color code: green meant excellent quality, yellow meant average quality and red meant low quality.
Results: A total of 10 studies met the search criteria. All studies focused on examining the coping mechanisms of cancer patients and their families use to promote increased well-being and adapt the disease to daily life and/or what their main challenges and support needs are. The main results of the research show that the coping mechanisms of cancer patients and relatives are related to personal and environmental factors. Personal factors include discussing emotions, taking control of one's self-care, realism, positive self-awareness, positivity, and religion. Environmental factors include maintaining a routine, setting small goals, celebrating small achievements, and having a good support network. In addition, the results showed that the main support needs of relatives are to receive information, openness from healthcare professionals, confirmation that the patient is receiving the best possible treatment, that they can share their own concerns and thoughts and have financial security.
Conclusion: Relatives of cancer patients need to be better supported and screened for their discomfort just like patients. Increased support for caregivers could potentially reduce their stress, help them support the patient, and thus reduce the discomfort of cancer patients.
Keywords: Cancer, coping mechanisms, families, and nursing.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS- Elín og Móeiður pdf.pdf | 845,92 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing (1).pdf | 162,51 kB | Lokaður | Yfirlýsing |