is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38462

Titill: 
 • Afdrif sjúklinga á líftæknilyfjum við alvarlegum astma
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: Astmi er algengur krónískur sjúkdómur. Algengi hans á heimsvísu er um 4,3%. Astmi er skilgreindur sem misleitur sjúkdómur, sem einkennist yfirleitt af krónískri bólgu í öndunarvegi sjúklinga. Aukin þekking og skilningur á meingerð sjúkdómsins hefur opnað möguleika á nánari flokkun astmatilfella í svokallaðar svipgerðir (e. phenotypes) sem getur stýrt vali á meðferð sérstaklega í samhengi við meðferð með líftæknilyfjum sem þróuð hafa verið sem meðferðarúrræði við alvarlegum astma. Á Íslandi eru það fyrst og fremst tvö líftæknilyf sem eru notuð við alvarlegum astma, Omalizumab (Xolair) og Mepolizumab (Nucala). Markmið rannsóknarinnar var að kanna umfang og árangur þessara lyfja á Íslandi á síðastliðnum áratug og að kortleggja stöðu skráningar mikilvægra upplýsinga sem nauðsynlegar eru til að meta meðferðarárangur hratt og örugglega.
  Efni og aðferðir: Um var að ræða afturskyggna rannsókn þar sem aflað var upplýsinga um fjölda þeirra einstaklinga sem sem höfðu hlotið leyfi fyrir meðferð með líftæknilyfjunum Omalizumab eða Mepolizumab við alvarlegum astma á áratugnum 2009-2019 og fram til 30.apríl 2020 og uppfylltu inntökuskilyrði rannsóknarinnar. Upplýsingar um kennitölur sjúklinga voru fengnar frá Lyfjanefnd Landspítala (LSH) sem hefur umsjón með leyfisveitingum lyfjanna. Bakgrunnsupplýsingum og gögnum sem tengjast astmasjúkdómi og líftæknilyfjameðferð sjúklinganna var safnað úr sjúkraskrám þeirra, þau dulkóðuð og skráð í gagnagrunn rannsóknarinnar. Til að meta meðferðarárangur var skoðuð breyting á astmastjórn sem metin var með breytingu í ACT stigafjölda frá síðustu mælingu fyrir upphaf meðferðar til eftirfylgdarmælingar amk. 1 mánuði eftir upphaf mælingar. Forritið Microsoft Excel var notað við skráningu gagna og voru þau síðan flutt í forritið R Studio sem var notað við tölfræðiúrvinnslu rannsóknarinnar.
  Niðurstöður: Stóraukning var á notkun líftæknilyfja við alvarlegum astma á áratugnum 2009-2019. Árangur meðferða var metinn með breytingu á astmastjórn (ACT stigafjölda) á tímabili sem sjúklingar fengu meðferð. Astmastjórn var marktækt betri við t1 samanborið við t0 fyrir alla lyfjahópa og svipgerðahópa sem voruð til skoðunar (p<0,05). Svipgerðahópar voru bornir saman meðal annars með tilliti til sögu um ofnæmi og virðast sjúklingar með sögu um ofnæmi bera meiri árangur af meðferðunum (p<0,05).
  Umræður og ályktanir: Á síðastliðnum áratug hefur orðið bylting í notkun líftæknilyfja við alvarlegum astma og benda niðurstöður til töluverðs ávinnings þeirra fyrir sjúklinga í formi minni sjúkdómsbyrði. Skráningu klínískra upplýsinga fyrir þennan sjúklingahóp hefur verið ábótavant en hefur farið batnandi. Slík skráning er forsenda vandaðra rannsókna á þessu sviði en þörf er á frekari rannsóknum til aukins skilnings á því hvaða undirhópar sjúklinga hafa mestan/minstan hag af slíkri meðferð.

Samþykkt: 
 • 25.5.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38462


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MariaGyda_BSritgerd.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_eydublad_skemman.pdf390.34 kBLokaðurYfirlýsingPDF