is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38465

Titill: 
 • Nærendabrot á upphandlegg. Faraldsfræði nærendabrota á Landspítala árin 2015-2019
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: Nærendabrot á upphandlegg (e. proximal humerus fractures) telja um 5,7% allra beinbrota. Þau eru þriðja algengasta tegund brota hjá aldurshópnum 65 ára og eldri. Vegna þess hversu algeng brotin eru hjá eldra fólki vegna lengri lifunar má vænta fjölgunar þessara brota í framtíðinni. Brotin geta leitt til bæði verkja og hreyfiskerðingar og í sumum tilvikum þverra meðferðarúrræði. Algengasta meðferð þessara brota er meðferð án skurðaðgerðar. Hluti þeirra sem hljóta tilfært brot fer í skurðaðgerð og er þá algengast að notuð sé plata og skrúfur eða mergnagli og skrúfur. Markmið rannsóknarinnar er að kanna faraldsfræði þessara einstaklinga og aðgerðarkvilla (los á búnaði eða liðkúludrep) og hvort hafi komið til enduraðgerðar hjá þeim sem fengu plötu eða mergnagla á Landspítalanum á árunum 2015-2019. Viðbótarmarkmið er að skoða tengsl blóðrauðagildis við fylgikvilla og enduraðgerðir. Einnig var markmið að athuga tengsl tilfærslu brota m.t.t. kyns.
  Efniviður og aðferðir: Framkvæmd var afturskyggn rannsókn á einstaklingum með íslenska kennitölu sem fengu greiningu nærendabrots á upphandlegg á Landspítala á tímabilinu 2015-2019. Rannsóknarbreytur fengust frá vöruhúsi gagna Landspítalans. Fjöldi brota, kyn og aldur einstaklinganna auk blóðrauða voru dregin fram. Sjúkdómsgreining var staðfest með skoðun myndrannsókna og brot flokkuð eftir Neer kerfinu út frá myndrannsóknum. Myndrannsóknir eftir aðgerð voru einnig skoðaðar og metið hvort los hafi komið í búnað eða hvort merki væru um beindrep í liðkúlu. Einnig var skoðað hvort komið hafi til enduraðgerðar.
  Niðurstöður: Heildarfjöldi brota var 1167 og aðgerðir 117 (86 plötuísetningar og 31 mergnagli). Brotin voru tæplega þrefalt algengari í konum. Meðalaldur þeirra sem fengu plötu var 59,38 ár en þeirra sem fengu mergnagla var 67,20 ár.
  Sjaldnar var los á plötum en mergnöglum (8,0% borið saman við 20,0%) (p=0,072). Aukin tíðni liðkúludreps var hjá plötuhópnum (5,7% á móti 0%) en ekki með tölfræðilega marktækum hætti (p=0,180). Aukin tíðni enduraðgerða kom til hjá þeim sem voru með blóðleysi fyrir aðgerð (25,6% á móti 8,3%) með marktækum mun (p=0,046). Plötur urðu algengara meðferðarval eftir því sem leið á rannsóknartímabilið.
  Ályktanir: Stór hluti nærendabrota á Landspítalanum eru ótilfærð. Tíðni þeirra eykst samhliða aldri upp úr 40 ára aldri. Konur eru 2,49x líklegri til að verða fyrir nærendabroti og eru líklegri til að hljóta tilfært brot. Tengsl eru milli þess hvort sjúklingur sé með blóðleysi fyrir aðgerð og hvort komi til enduraðgerðar. Engin munur er á fylgikvillatíðni eftir því hvor íhluturinn er notaður.

Samþykkt: 
 • 25.5.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38465


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.png2.48 MBLokaðurYfirlýsingPNG