Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/38467
Bakgrunnur: Skjaldkirtilshormón eru nauðsynleg fyrir eðlilega meðgöngu og þroska fósturs. Á fyrri hluta meðgöngu eru fylgjan og fóstrið háð skjaldkirtilshormónum móðurinnar. Ef hormónin eru ekki innan viðmiðunarmarka hjá móður getur það haft skaðleg áhrif á meðgöngu og fóstur.
Helstu einkenni vanvirks skjaldkirtils eru þyngdaraukning, þreyta, kulvísi, þurr húð, hægðatregða og slen. Meðganga er álagspróf fyrir skjaldkirtilinn vegna þess að hann þarf að auka afkastagetu sína um allt að 50% til þess að seyta hormónum til bæði móður og fósturs. Joðþörf líkamans eykst á meðgöngu til þess að anna eftirspurn fósturs. Joð er nauðsynlegt til þess að framleiða skjaldkirtilshormón en joðskortur getur leitt til vanvirks skjaldkirtils. Vanvirkur skjaldkirtill á meðgöngu er skilgreindur sem hækkun á skjaldkirtilsstýrihormóninu TSH og lækkun á skjaldkirtilshormóninu T4. Vanvirkur skjaldkirtill er algengasti skjaldkirtilssjúkdómur barnshafandi kvenna og greinist í 0,5 til 1% tilfella.
Tilgangur: Að kanna hvaða áhrif skjaldkirtill hefur á meðgöngu, upplýsa og fræða lesanda um virkni hans og greina frá helstu sjúkdómum sem hafa áhrif á starfsemi hans. Megináhersla samantektarinnar er að fjalla um vanvirkan skjaldkirtil, hvernig hann hefur áhrif á barnshafandi konur og eftir fæðingu.
Aðferð: Gerð verkefnisins var fræðileg samantekt. Heimildaleit fór fram í gagnagrunnum Pubmed, Scopus, Google Scholar, Cinahl og American Thyroid Association. Heimildaleit takmarkaðist við árið 2011 til 2021 og voru einungis notuð gögn sem skrifuð voru á ensku og íslensku.
Niðurstöður: Skjaldkirtillinn sinnir mikilvægu hlutverki á meðgöngu og eftir fæðingu. Breytingar verða á lífeðlisfræðilegri starfsemi skjaldkirtils á meðgöngu sem leiðir til þess að viðmiðunargildi skjaldkirtilshormóna breytast. Síðastliðin tuttugu ár hefur orðið mikill og aukinn skilningur á þeim áhrifum sem skjaldkirtillinn hefur á meðgöngu, fóstur og móður. Mikil vitundarvakning hefur orðið um mikilvægi joðs fyrir barnshafandi konur en í nýlegri íslenski rannsókn greindist joðskortur í fyrsta sinn hér á landi og er það talið vera vegna skorts á fiski og mjólkurvörum í nútíma mataræði Íslendinga.
Niðurstöður rannsókna gefa til kynna að vanvirkur skjaldkirtill á meðgöngu eykur hættu á fyrirburafæðingu, meðgöngueitrun, meðgöngusykursýki, meðgönguháþrýstingi, fylgjurofi, fósturmissi o.fl.
Ályktanir: Vanvirkur skjaldkirtill á meðgöngu hefur ekki verið rannsakaður hér á landi og því væri fróðlegt að sjá hvernig íslenskt samfélag kæmi út varðandi algengi sjúkdómsins og hvaða áhrif hann hefur á barnshafandi konur. Hjúkrunarfræðingar í mæðravernd og á heilsugæslu ættu að vera meðvitaðir um skjaldkirtilsvandamál á meðgöngu og hvaða áhrif sjúkdómurinn hefur á heilsu barnshafandi kvenna. Hjúkrunarfræðingar eru jafnframt í lykilstöðu til þess að veita skjólstæðingum fræðslu, benda á viðeigandi úrræði og veita þeim eftirfylgd.
Lykilorð: vanvirkur skjaldkirtill, meðganga, eftir meðgöngu, konur.
Background: Thyroid hormones are vital in pregnancy for the normal development of the fetus. During the first half of the pregnancy the fetus is dependent on maternal thyroid hormone production. Maternal deficiency in thyroid hormones can cause harm to the fetus and the mother. Main symptoms of hypothyroidism are weight gain, tiredness, sensitivity to cold, dry and scaly skin, constipation, and slow movements and thoughts. During pregnancy the thyroid gland increases its thyroid hormone production by 50% to adequately supply the mother and growing fetus, therefore, pregnancy can be thought of as a stress test for the thyroid gland. Iodine requirements increase in pregnancy. Iodine is necessary for the production of thyroid hormone and deficiency can lead to hypothyroidism. Hypothyroidism in pregnancy is defined as increase in the thyroid stimulating hormone (TSH) and decrease in the thyroid hormone (T4). Hypothyroidism is the most common thyroid disease in pregnancy with a prevalence of 0.5-1%.
Aim: To investigate the effects of the thyroid gland on pregnancy, to inform and educate the reader about it‘s function and discuss the main disorders that affect it. The emphasis will be on hypothyroidism and its effect on women in pregnancy and the puerperium.
Methods: This paper was a literature review. Relevant references were found using Pubmed, Scopus, Google Scholar, Cinahl and American Thyroid Association. The search was limited to years 2011 to 2021 and research papers in English and Icelandic were included.
Findings: The thyroid gland has an important role in pregnancy and the puerperium. Pregnancy causes physiological changes to the function of the thyroid gland that leads to changes in the normal values of thyroid hormones. Over the last 20 years there has been an increasing awareness and understanding of the effects the thyroid gland has on pregnancy. There is increased awareness of the importance of iodine for pregnant women as highlighted in a newly published Icelandic research where iodine deficiency was diagnosed for the first time in subjects. This is thought to be due to normal diets lacking fish and dairy products. Research show that hypothyroidism in pregnancy increases the risk of preterm delivery, pre-eclampsia, gestational diabetes, pregnancy-induced hypertension, placental abruption and miscarriage among other things.
Conclusion: Hypothyroidism in pregnancy has not been investigated in Iceland and it would be interesting to see how the icelandic population would result regarding prevalence of the disease and what effect it has on pregnant women. Nurses and midwives involved in maternity care should be aware of thyroid gland disorders in pregnancy and its effects on the health of pregnant women. Nurses are in a key position to offer their patients education and point towards available treatment options, as well as provide follow up of care.
Key words: hypothyroidism, pregnancy, puerperium, women.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BS-Vanvirkur skjaldkirtill og tengsl hans við meðgöngu.pdf | 493,04 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
Yfirlýsing.pdf | 245,81 kB | Locked | Declaration of Access |