is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3847

Titill: 
  • „kryddar sig sjálft“ Náttúra-Hefð-Staður
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er gerð grein fyrir matarmenningu samtímans og skoðað hvernig einstaklingar skapa merkingu matar. Þessari merkingu er síðan fléttað saman við þrjú lykilhugtök sem mynda hryggjarstykkið í ritgerðinni. Þessi þrjú hugtök eru „náttúra“, „hefð“ og „staður“. Hugtökin voru unnin upp úr þeim 14 viðtölum sem tekin voru á vettvangi. Í ritgerðinni sýni ég fram á hvernig ákveðinn mótheimur verður til í kringum grænmetisræktun, heimagerðar afurðir og persónuleg tengsl til þess að vega á móti rótlausum nútíma. Þá er gerð grein fyrir samspili hins hnattvædda og hins staðbundna með tilliti til matar og skoðað hvernig viðmælendur fóta sig innan mótsagnakenndra hugmynda samtímans.
    Rannsóknarspurningin sem lagt er út af í ritgerðinni er þessi: Hvernig skapa einstaklingar sína matarmenningu í gegnum sýn sína á „náttúru“, „hefð“ og „stað“? Hugtökin þrjú eru ekki ný smíð en í þessari rannsókn eru þau mátuð við reynslu viðmælenda. Samhengi er skapað hverju sinni í hversdagslegri iðkun menningar og tekur mið af félagslegum, sögulegum, efnahagslegum og pólitískum hugmyndum einstaklinga og hópa. Í matarvenjum birtast þannig sjónarmið sem vísa handan hins líffræðilega kaloríugildis.

Styrktaraðili: 
  • Landbúnaðarháskóli Íslands
Samþykkt: 
  • 2.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3847


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_fixed.pdf1.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna