is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38476

Titill: 
 • Heilalömun meðal fullburða barna á Íslandi árin 1990-2017
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: Heilalömun nær yfir hóp hreyfiraskana sem rekja má til óframsækinna meinsemda í óþroskuðum heila fósturs eða barns. Orsakir heilalömunar eru oft óþekktar og margir áhættuþættir eru þekktir. Fylgiraskanir eru algengar og engin lækning er til við röskuninni. Markmið rannsóknarinnar var (1) að kanna nýgengi heilalömunar meðal fullburða barna árin 1990-2017 hér á landi, m.a. með tilliti til meðgöngulengdar og (2) að kanna gerðir og grófhreyfifærni fullburða barna með heilalömun skv. GMFCS flokkun og hvernig GMFCS flokkar dreifast eftir gerðum og orsökum heilalömunar.
  Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra fullburða barna (meðgöngulengd ≥37 vikur) greind með heilalömun og fædd á tímabilinu 1990-2017. Rannsóknarþýðið fékkst frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og upplýsingar um börnin úr gagnagrunni Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins og sjúkraskrárkerfi Landspítala. Þeir einstaklingar voru útilokaðir úr rannsókninni sem fengu heilalömun vegna síðkomins áfalls sem gerðist eftir 2 ára aldur og þeir sem fæddust erlendis ef meðgöngulengd var ekki þekkt.
  Niðurstöður: 131 fullburða barn með heilalömun fæddist á árunum 1990-2017. 126 barnanna fæddust á Íslandi og því tekin með í nýgengisútreikninga. Nýgengi heilalömunar meðal fullburða barna á öllu tímabilinu var 1,09/1000 fædd börn. Nýgengið lækkaði marktækt á tímabilinu (p=0,02). Nýgengi heilalömunar meðal barna fædd eftir 37-41 vikna meðgöngulengd að undanskildum börnum með heilalömun af völdum síðkomins áfalls var 0,99/1000 en 1,75/1000 meðal barna fædd eftir ≥42 vikna meðgöngulengd og var munurinn ómarktækur. 84 börn (64,1%) voru með spastíska heilalömun og 36 börn (27,5%) með ranghreyfingarlömun. Flest börnin eða 62 börn (47,3%) voru í GMFCS flokki I (gátu gengið óstudd). Dreifing GMFCS flokka var mismunandi eftir gerðum heilalömunar og orsökum. 22,1% barnanna voru með heilalömun af óþekktum orsökum. Marktækt hærra hlutfall barna var með erfðagalla sem orsök eða líklega orsök heilalömunar á seinna tímabilinu (2004-2017) en á því fyrra (1990-2003) (p<0,001). Einnig var marktækt lægra hlutfall barna með byggingargalla á heila á seinna tímabilinu en því fyrra (p=0,037).
  Ályktanir: Nýgengi heilalömunar meðal fullburða barna á Íslandi lækkaði marktækt árin 1990-2017. Nýgengið var ómarktækt hærra meðal barna fædd eftir ≥42 vikna meðgöngulengd en meðal barna fædd eftir 37-41 vikna meðgöngulengd. Spastísk heilalömun var algengasta gerð heilalömunar og algengast var að börnin væru í GMFCS flokki I. Marktækt hærra hlutfall barna greindist með heilalömun af völdum erfðagalla á seinna tímabilinu en því fyrra sem líklega útskýrist af framförum í erfðarannsóknum.

Samþykkt: 
 • 25.5.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38476


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Þóra_Silja.pdf1.7 MBLokaður til...21.05.2022HeildartextiPDF
Þóra Silja Hallsdóttir.pdf295.53 kBLokaðurYfirlýsingPDF