Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38491
Þekking á félagsgerð og atferli andarnefja (Hyperoodon ampullatus) er verulega ábótavant, sérstaklega í norðausur Atlantshafi. Flestar rannsóknir á félagsgerð og atferli andarnefja hafa farið fram á landgrunninu út af Nova Scotia í Kanada, nánar tiltekið í neðansjávargilinu, The Gully, og á nærliggjandi svæðum. Á árunum 2013-2016 var farið í leiðangra milli Íslands og Jan Mayen og gögnum safnað um adarnefjur á svæðinu. Þessi gögn voru notuð í þessari rannsókn til að athuga atferli andarnefja með tilliti til fjölda einstaklinga í hjörð. Einnig voru ljósmyndir sem teknar voru í leiðöngrunum notaðar til að greina einstaklinga í flokka eftir aldri og kyni og var hlutfall þessara flokka innan hjarðar rannsakaður. Sjónrænt mat (n=621)á fjölda einstaklinga var notað til að áætla stærð hjarðar. Meðalstærð hjarðar reyndist vera þrír einstaklingar auk þess sem hjarðir með fleiri en sex einstaklinga voru sjaldséðar. 19,6% einstaklinga sem greindir voru í aldurs-kyn flokka reyndust vera kynþroska karldýr (MM) og 80,4% kvendýr-ungdýr (FJ). Einstaklingar greindir sem kynþroska karldýr virtust frekar sækjast í að vera með öðrum kynþroska karldýrum í hjörð fremur en einstaklingum sem flokkaðir voru sem kvendýr-ungdýr. Líkurnar á því að einstaklingur yrði flokkaður sem kynþroska karldýr voru hærri ef önnur kynþroska karldýr voru til staðar í hjörðinni (58%) heldur en þegar engin önnur kynþroska karldýr voru til staðar (4%). Einstaklingar sem voru flokkaðir sem kvendýr-ungdýr sýndu ekki greinileg tengsl við ákveðna flokka. Einnig virðist ekki vera samband milli hlutfalls aldurs-kyn flokka og stærð hjarðar þar sem hlutföll flokkanna breyttust ekki með fjölda einstaklinga í hjörð. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna því að andarnefjur í norðaustur Atlantshafi virðast hafa svipaða félagsgerð og atferli og andarnefjur á landgrunninu út af Nova Scotia.
Information on social structure and behaviour of northern bottlenose whales (Hyperoodon ampullatus) is very scarce, especially in the northeast Atlantic. Most research on social behaviour of northern bottlenose whales has focused on a subpopulation of the species around the Gully, a submarine canyon on the eastern Scotian Shelf in Canada. In this study the group size and composition of northern bottlenose whales between Iceland and Jan Mayen was examined. Data collected in the summers of 2013-2016 was analysed. Analysis on visual estimates (n=621) showed that the average group size for northern bottlenose whales was three and that groups of six or more were uncommon. Using photographic age-sex classification 19.6% of individual were classified as mature male (MM) and 80.4% as female-juvenile (FJ). Analysis on group composition showed that individuals classified as mature males preferred associations with other individuals of the same age sex class. The probability of an individual being classified as mature male was considerably higher if other mature males were present in the group (58%) compared to when other mature males were absent from the group (4%). Individuals classified as female-juvenile did not seem to have preferences regarding associations and group size did not seem to affect group composition. The results of this study are in line with previous studies on the Scotian Shelf population indicating that the social structure of northern bottlenose whales in the northeast Atlantic resembles that of the northwest Atlantic.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman_yfirlysing.pdf | 935.38 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
holmfridur-jakobsdottir-bs_final_hj.pdf | 1.02 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |