en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/38492

Title: 
 • Title is in Icelandic Viðhorf til fagurfræði á framtannasvæði
 • Perception of the oro-dental appearance of smiles
Degree: 
 • Bachelor's
Keywords: 
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar er að fá innsýn í fagurfræðileg viðhorf til framtannasvæðis og algengni fegrunartannlækninga. Markmiðið er að kanna hvort hugmyndir fólks séu samhljóða eða ólíkar þegar mat er lagt á útlit fólks út frá staðsetningu eða legu broslínu á framtönnum og athuga hvað kunni að skýra ólík sjónarmið.
  Aðferðir: Notaður var rafrænn spurningalisti til að kanna fegurðarmat nemenda í Háskóla Íslands. Notaðar voru alls 16 ljósmyndir af brosandi karli og konu, á myndunum sáust breytileg hlutföll á milli efrigóms tannholds og tanna. Þátttakendur mátu fegurð og gáfu einkunn milli 0–10, samhliða var kannað hvort myndin vakti samúð og hver væri áætlaður aldur fólks á myndunum. Unnið var úr gögnunum með Microsoft Excel og SPSS-26. Niðurstöður voru birtar með lýsandi tölfræði í texta, töflum og myndum.
  Niðurstöður: Alls tóku (513) einstaklingar þátt í rannsókninni og var mikill meirihluti þeirra konur (82,4%; n = 415). Flestir þátttakendur (70,1%; 358/511) höfðu nýtt eða hugleitt að nýta sér fegrunartannlækningar og tæp 60% höfðu gengist undir tannlýsingu. Hæstu einkunn í fegurðarmati fengu myndir sem falla innan skilgreininga um náttúrulegt útlit þar sem jafnvægi er á milli sýnileika tanna og tannholds. Verstar þóttu myndir sem sýndu lítið sem ekkert efrigóms tennur hjá báðum kynjum, þar voru viðfangsefnin talin vera eldri en á öðrum myndum og fengu mestu samúðina. Þeir sem voru 30 ára og eldri gáfu oftar hærri einkunn í fegurðarmati heldur en þeir sem voru yngri.
  Ályktun: Rannsóknin leiddi í ljós að margir hugleiða að nýta sér fegrunartannlækningar, kvenkyns og karlkyns þátttakendur meta fagurfræðileg viðhorf á mismunandi hátt og yngri þátttakendur eru óvægnari í einkunnagjöf en þeir sem eldri eru. Niðurstöður geta gagnast fagfólki til að átta sig á hvað almenningur telur vera fagurfræðilega ásættanlegt. Upplýsingarnar má nýta til skipulagningar á meðferð sjúklinga, og ekki síður til almennar fræðslu um eðli aldurstengdra útlitsbreytinga og sýnileika tanna með hækkandi aldri.
  Efnisorð: Tannsmíði, fagurfræði, viðhorf, tannhold og kynjamunur.

 • Purpose: The aim of the study was to explore perceptions of smile attractiveness is affected by alteration of gingiva and teeth exposure, to assess if estimated aesthetic relates to intensity of sympathy and to explore prevalence of cosmetic dentistry among participants.
  Methods: Electronic survey was used to access the prevalence of smile attractiveness among university students. Participants evaluated 16 pictures of smiling male and female showing variation of smile line, gingiva and teeth and gave their grade between 0-10. They were asked to evaluate their own intensity of sympathy by each picture and estimate the age of the individual on the picture shown. Data was analyzed and descriptive statistics was calculated using Microsoft Excel and SPSS-26 to present results.
  Results: Total 513 participants joined the study, majority were women (82,4%; n = 415). Most (70,1%; 358/511) had used or consider using cosmetic dentistry and tooth bleach was the most popular cosmetic treatment used by 60% of respondents. The most attractive pictures chosen by participants fall within the range of natural appearance of gingiva and teeth, however the worst pictures show low smile line or little or no upper anterior teeth. The worst pictures had more intense sympathy, were estimated to show older individuals than pictures with higher grades and age estimation was considerable higher than with more acceptable pictures. Older participants usually graded the pictures higher than younger people.
  Conclusion: The study revealed that female and male evaluators assess excessive gingival display different for male and female probands. Excessive underexposure of the maxillary gingiva and teeth when smiling is perceived as unattractive. These results should be considered when planning treatments for patients, and for general education about the nature of age-related appearance.
  Key words: Dental technology, cosmetic dentistry, sympathy, gingival shift and gender specificity.

Accepted: 
 • May 25, 2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38492


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Vidhorf_til_fagurfraedi_a_framtannasvaedi..pdf3.33 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Vidauki 2.pdf158.92 kBLockedSupplementary DocumentsPDF