is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/385

Titill: 
  • Enginn mátti vita þetta : upplifun kvenna af fæðingarþunglyndi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fjallaði um fæðingarþunglyndi og hversu miklu máli félagslegur stuðningur skipti þær konur sem fengið hafa fæðingarþunglyndi. Rannsóknarspurning rannsakanda var sú að kanna upplifun kvennanna af félagslegum stuðningi á meðgöngu og eftir fæðingu barnsins. Rannsóknin var gerð í samstarfi við Sigfríð Ingu Karlsdóttur, lektor við Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri og Hjálmar Freysteinsson, heimilislækni við Heilsugæslustöðina á Akureyri. Þátttakendur valdi Hjálmar Freysteinsson eftir lista sem hann fékk frá Ungbarnavernd Heilsugæslunnar. Rannsakandi hafði síðan samband við þátttakendur gegnum síma og fékk tíma með þeim á heimili þeirra til að taka viðtöl á tímabilinu mars til apríl 2006. Ein kona hafnaði þátttöku og aðra náðist ekki í vegna veikinda barna og því varð lokaúrtakið fimm konur á aldrinum 26 til 43 ára. Rannsóknin var gerð með viðtölum við þátttakendur og voru viðtölin hálfstöðluð. Hálfstöðluð viðtöl eru þannig uppbyggð að spurningarnar í viðtölunum eru meira sem viðmið heldur en já eða nei spurningar. Með þessari aðferð fæst gefst þátttakendum betra tækifæri til að koma upplifunum sínum og skoðunum á framfæri við rannsakanda. Rannsóknin var ennfremur framkvæmd samkvæmt Vancouver skólaaðferðinni í fyrirbærafræðum en aðalinntak þeirrar aðferðar er að fá sem bestar upplýsingar um ákveðið fyrirbæri, sem í þessu tilfelli var fæðingarþunglyndi. Aðferðin er mikið notuð í þjónustu á heilbrigðissviði til að fá sem bestar upplýsingar. Niðurstöðunum var síðan skipt niður í ákveðin þemu þar sem greint var frá því sem rannsakanda fannst athyglisvert við hvert þema. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að það virtust vera tengsl milli þess að fá ekki nógu góðan stuðning frá fjölskyldu og maka og þess að vera hætt við að fá fæðingarþunglyndi. Það sem kom rannsakanda þó mest á óvart var hversu mikið feimnismál það virtist vera að tala um fæðingarþunglyndið við nokkurn, það er að segja þær reyndu að fela það fyrir maka, fjölskyldu og fagaðilum.

Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/385


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
enginn.pdf139.71 kBOpinnEnginn mátti vita þetta - heildPDFSkoða/Opna