Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3850
Greinargerðin er með handbók fyrir kennara þar sem ég setti fram hugmyndir að vettvangsferðum og útileikjum fyrir yngri börn á Álftanesi. Markmiðið með greinargerðinni er að leita svara við þeirri spurningu hvort útikennsla sé góður kostur fyrir börn og ef svo er þá að hvaða leyti. Í greinargerðinni skilgreindi ég hugtakið útikennsla og gerði grein fyrir niðurstöðum nokkurra rannsókna á áhrifum útikennslu á börn. Eins fjallaði ég um hvers konar umhverfi og efniviður henti í útikennslu og hvert hlutverk kennarans er í slíkri kennslu. Þá athugaði ég hvort áhersla er lögð á útikennslu í námskrám leik- og grunnskóla. Að síðustu athugaði ég hvernig helstu kenningar fræðimanna um nám falla að útikennslu.
Helstu niðurstöður mínar eru þær að í kennslu sé fjölbreyttnin mikilvæg og það að færa hluta af kennslunni út er liður í að auka fjölbreyttnina. Einnig er mikilvægt að kennarar séu opnir fyrir áhugasviði barnanna, hvað þeim langar til að hafa í kringum sig og hvað þeim langar til að rannsaka.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
greinagerð.pdf | 216.29 kB | Opinn | Greinagerð | Skoða/Opna | |
handbók.pdf | 2.87 MB | Opinn | Handbók | Skoða/Opna |