is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38500

Titill: 
  • Áhrif stýrðar kennslu Engelmanns og fimiþjálfunar á lestrarfærni tveggja 12 ára drengja með lestrarörðugleika
  • Titill er á ensku Effects of Direct Insruction and fluency training on the reading skills of two 12 year old boys with reading disability
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Góð lestrarkunnátta er bæði mikilvæg og nauðsynleg færni til að geta tekið virkan þátt í samfélaginu. Auk þess er hún undirstaða náms almennt enda læsi einn af grunnþáttum menntunar í íslenskum grunnskólum. Talið er að 80% þeirra sem eiga við námsörðugleika að etja séu með leshömlun sem hefur áhrif á lestur, stafsetningu og ritun. Síðasta áratug hafa niðurstöður PISA könnunar gefið til kynna að lesskilningur grunnskólanema hér á landi sé marktækt undir meðaltali miðað við önnur lönd. Að ofansögðu má því ætla að brýnt sé að vanda til verks við kennslu lestrar. Inngrip líkt og stýrð kennsla og fimiþjálfun hafa reynst vel til lestrarkennslu enda hannaðar sem skilvirkar leiðir til að kenna nýja færni. Stýrð kennsla er raunprófuð kennsluaðferð og er fyrsta forsenda hennar af þremur að öll börn geti lært. Áhersla er lögð á tengsl kennara og nemenda með nákvæma eftirfylgni. Margar rannsóknir hafa metið árangur stýrðrar kennslu og var aðferðin til dæmis rannsökuð í Project Follow Through. Sú rannsókn leiddi í ljós að stýrð kennsla sýndi fram á besta árangurinn af þeim aðferðum sem prófaðar voru. Líkt og stýrð kennsla er fimiþjálfun raunprófuð kennsluaðferð. Markmið fimiþjálfunar er að auka fimi í ákveðnum þáttum. Fimiþjálfun er ekki aðeins kennsluaðferð heldur er hún nákvæm og kerfisbundin aðferð til að meta gæði kennslu. Aðferðin getur aukið áhrif íhlutunar annarra kennsluaðferða og sýnt hefur verið fram á að fimiþjálfun virkar vel samhliða stýrðri kennslu.
    Markmið rannsóknarinnar var að bæta lestrarfærni tveggja drengja, sem eiga erfitt með lestur og beita til þess stýrðri kennslu og fimiþjálfun ásamt því að meta áhrif og árangur aðferðanna. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 12 ára drengir og stunda nám í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að færni jókst í hljóðun lágstafa og á einföldum orðum/orðleysum hjá báðum þátttakendum sem er í samræmi við aðrar rannsóknir sem gerðar hafa verið á stýrðri kennslu og fimiþjálfun.

Samþykkt: 
  • 26.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38500


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS verkefni LOKA.pdf4.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman yfirlýsing.pdf243.1 kBLokaðurYfirlýsingPDF