is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38505

Titill: 
 • Gagnsemi dansmeðferðar við hjúkrun einstaklinga með Parkinson sjúkdóm: Fræðileg samantekt
 • Titill er á ensku The utilization of dance therapy in nursing individuals with Parkinson´s disease: Literature review
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Parkinson sjúkdómur (PS) er langvinnur taugasjúkdómur. Mörg erfið einkenni fylgja honum sem geta skert hreyfigetu og lífsgæði. Ófyrirsjáanleiki einkenna gerir það að verkum að einstaklingar með PS eiga það til að draga sig í hlé og taka síður þátt í félagslegum athöfnum. Dansmeðferð er vinsælt meðferðarúrræði sem hefur jákvæð áhrif á hreyfigetu, vitræna færni og sálfélagslega líðan.
  Tilgangur: Að skoða ávinning við útfærslu dansmeðferðar til að bæta hreyfigetu og andlega líðan. Auk þess að meta þá þætti sem þarf að hafa í huga þegar dansmeðferð er skipulögð til þess að hún sé fýsileg, örugg og skili sem mestum ávinningi. Aðferðir: Fræðileg samantekt á eigindlegum, megindlegum og fýsileika rannsóknum. Leit fór fram í gagnagrunninum PubMed til að finna viðeigandi greinar um dansmeðferð fyrir einstaklinga með PS. Notast var við PRISMA flæðirit til að lýsa heimildaleit. Settar voru upp fjórar töflur til að lýsa niðurstöðum, einnig voru þær samþættar með orðum.
  Niðurstöður: Samtals stóðust 18 rannsóknir inntökuskilyrðin. Rannsóknirnar voru megindlegar (n=9), eigindlegar (n=3) og fýsileikarannsóknir (n=6). Af megindlegu rannsóknunum lýstu allar nema ein ávinningi varðandi hreyfigetu, betri vitræna færni eða bata á sálfélagslegri líðan. Eigindlegu rannsóknarniðurstöðurnar lýstu upplifun einstaklinga með PS og tóku tillit til upplifunar þjálfara og aðstandenda af dansmeðferðinni. Fýsileikarannsóknirnar vörpuðu ljósi á hjálplega þætti og áskoranir við útfærslu dansmeðferðar svo sem erfiðleika við að koma sér á staðinn, mikilvægi sérþekkingar kennara og sjálfboðaliða, viðeigandi tónlistar- og dansform ásamt því að finna dansfélaga við hæfi. Einnig voru borin kennsl á þætti sem ógna öryggi, eins og að blanda saman einstaklingum með mismunandi færni í danshópa, hafa óviðunandi byltuvarnir og spila of hraða tónlist.
  Ályktun: Niðurstöður undirstrika að dansmeðferð er gagnlegt og skemmtilegt meðferðarúrræði. Við útfærslu hennar er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk sé meðvitað um hindrandi og hvetjandi þætti meðferðarinnar og geti upplýst sjúklinga og aðstandendur þeirra um þætti sem stuðla að meðferðarheldni og geta tryggt öryggi þeirra. Þannig er hægt að draga fram hjálplega þætti og stuðla að góðri meðferðarheldni.

  Lykilorð: Parkinson sjúkdómur, dansmeðferð, lífsgæði, sálfélagsleg líðan, hreyfigeta, vitræn færni, hjúkrun

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Parkinson‘s disease (PD) is a chronic neurological disease entailing compound symptoms that may impair both motor function and quality of life. Fluctuation of symptoms and unpredictability may result in withdrawal of social activities. Dance therapy is a popular treatment option that has a positive impact on mobility, cognitive function and psychosocial well-being. Objective: To explore the benefits associated with implementation of dance therapy and furthermore to identify important issues that healthcare professionals should bear in mind when planning dance therapy in order to optimize feasibility, safety and efficiency.
  Methods: A systematic review of qualitative, quantitative and feasibility studies. A structured search was conducted using PubMed to find relevant studies on dance therapy for individuals with PD. A PRISMA flow chart was used to describe the search strategy used to identify articles. Four tables were made to extract the data and results were integrated narratively. Results: 18 studies in total fulfilled the inclusion criteria. The studies were quantitative (n=9), qualitative (n=3) and feasibility studies (n=6). All of the quantitative studies apart from one described benefits regarding mobility, cognition or psychosocial well-being of dance therapy. The qualitative research results described the experience of individuals with PD, in some instances of volunteers and relatives. The feasibility studies highlighted helpful issues related to the implementation of dance therapy, for example regarding transportation, choosing an appropriate dance form and the proficiency of dance therapists and volunteers. In addition factors that threatened safety were identified, for example mixing individuals with different severity of PD in dance groups, insufficient fall protection strategies and playing music that is too fast.
  Conclusions: The results underline that dance therapy is a useful and an enjoyable treatment option. In addition it is important that nurses and other healthcare professionals are aware of the helpful and challenging factors of dance therapy. They should show they are able to inform patients and their relatives on factors that promote adherence to treatment and ways to ensure safety. In that way it is possible to draw forth helpful features and enhance adherance to treatment.
  Key words: Parkinson‘s disease, dance therapy, quality of life, psychosocial well-being, mobility,
  cognitive abilities, nursing

Samþykkt: 
 • 26.5.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38505


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skemma yfirlýsing.jpg56.56 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Ritgerð skemma skil S.pdf994.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna