en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/38508

Title: 
  • Title is in Icelandic Verndun spangar í fæðingu. Breyting á tíðni alvarlegra spangaráverka eftir kennslu á handtökum við fæðingu til verndar spönginni
Degree: 
  • Bachelor's
Keywords: 
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Inngangur: Alvarlegir spangaráverkar, af 3° og 4°, þar sem hringvöðvi endaþarms rifnar í sundur að hluta eða að öllu leyti í fæðingu getur haft alvarlegar afleiðingar. Alvarlegir spangaráverkar í fæðingu eru einn helsti áhættuþáttur fyrir hægða- og/eða loftleka hjá konum. Tölfræði alvarlegra spangaráverka við fæðingu um leggöng er á alþjóðavísu einn af gæðavísum á starfsemi fæðingardeilda. Áhættuþættir fyrir alvarlega áverka á spöng eru margir þekktir en eitt af því sem hefur verið til skoðunar síðustu ár eru handtök til verndar spönginni í fæðingu og hafa rannsóknir sýnt góðan árangur af kerfisbundinni innleiðingu og þjálfun ljósmæðra og fæðingarlækna í þeim handtökum. Ef hægt er að koma í veg fyrir hluta þessara áverka með kennslu og þjálfun er mikilvægt að kennsla í handtökunum verði gerð að föstu verklagi á fæðingarvakt Landspítalans. Helsta markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvort kennsla í handtökum til verndar spönginni við fæðingu barns hafi haft áhrif á tíðni alvarlegra spangaráverka á fæðingarvakt Landspítala. Hér verður tíðni spangaráverka lýst á tímabilinu 01.11.2018 til 31.10.2019 og tímabilinu 01.01.2020 til 31.12.2020 og tíðnin borin saman fyrir og eftir kennsluátakið sem hófst 31.10.2019.
    Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn ferilrannsókn og náði til allra fæðinga um leggöng á fæðingarvakt Landspítala á tveimur tímabilum. Gögnin voru fengin úr vöruhúsi gagna á Landspítala að fengnum tilskildum leyfum. Notast var við lýsandi tölfræði og fór tölfræðiúrvinnsla fram í forritinu R. Flokkabreytur voru bornar saman með kí-kvaðrat prófi (c2). Tölfræðileg marktækni var miðuð við p-gildi <0,05.
    Niðurstöður: Fjöldi alvarlegra spangarrifa, 3° og 4°, í fæðingu um leggöng fækkaði úr 129 á fyrra tímabilinu í 78 á því seinna. Tíðnin lækkaði úr 4,76% í 2,86% (p<0,001). Tíðni alvarlegra spangaráverka hjá konum, sem fæddu sjálfkrafa, fór úr 4,05% í 2,43% (p=0,002) og tíðni alvarlegra áverka hjá konum sem fæddu með hjálp áhalda fór úr 11,28% í 6,27% (p=0,004) eftir kennsluátakið í handtökum til verndar spönginni.
    Ályktanir: Alvarlegum áverkum fækkaði marktækt eftir að kennsluátak í handtökum til verndar spönginni í fæðingu var innleitt á fæðingarvakt Landspítala haustið 2019. Niðurstöðurnar benda til þess að handtökin séu gagnleg til að koma í veg fyrir alvarlega áverka á spöng í fæðingu.

Accepted: 
  • May 26, 2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38508


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BSritgerð - Verndun spangar í fæðingu - Unnur Lára .pdf2.44 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlysing_Skemman skil.pdf172.05 kBLockedDeclaration of AccessPDF