Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38510
Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort þýðing kennsluhandrits og námsefnis með aðferðum stýrðrar kennslu (e. Direct instruction) og fimiþjálfunar (e. Precision teaching) bætti frammistöðu barna með þroskafrávik í orðadæmum í stærðfræði. Stýrð kennsla og fimiþjálfun eru raunprófaðar kennsluaðferðir sem endurtekið hafa sýnt árangur í almennri kennslu og sérkennslu. Námsefnið var fengið frá Morningside skólanum í Bandaríkjunum og þýtt af rannsakendum. Margfalt grunnlínusnið yfir þátttakendur var notað til þess að meta frammistöðu þátttakenda í námsefninu og árangur af íhlutun kennsluhandritsins. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að færni þátttakenda jókst eftir inngrip og fækkuðu villur í svörum þeirra. Þátttakendur náðu ekki fimiviðmiðum sem sýnir fram á að frekari þjálfunar sé þörf til þess að þeir nái flugfærni (e. fluency) í námsefninu. Rannsóknin var gerð í samstarfi við Arnarskóla og var hún felld inn í almennt skólastarf þátttakenda.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS-verkefni_Saga_Þórdís.pdf | 452.45 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 310.93 kB | Lokaður | Yfirlýsing |