is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38511

Titill: 
  • Afhendingarstaðir á landsbyggðinni fyrir netpantanir áfengis. Greining á valkostum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að bæði greina mögulegar staðsetningar fyrir afhendingarstaði fyrir netpantanir á áfengi ásamt því að kostnaðargreina rekstur þeirra fyrir ÁTVR. Markmið verkefnisins er að niðurstöður þess gagnist stjórnendum ÁTVR við ákvörðunartöku. Búið var til valkostamódel sem reiknar út hentugleika mögulegrar staðsetningar á afhendingarstað, en þeir útreikningar byggjast á tíu ákvörðunarbreytum sem stjórnendur ÁTVR geta lagt vigt á eftir hentisemi. Til að finna mögulegar staðsetningar afhendingarstaða voru búnar til þrjár mismunandi sviðsmyndir út frá valkostamódelinu. Í fyrstu sviðsmyndinni var áhersla lögð á þjónustu, í annarri sviðsmyndinni var áhersla lögð á lágmörkun kostnaðar og í þeirri þriðju var áhersla lögð á þéttleikanet. Í framhaldi var búið til kostnaðarmódel sem tekur inn mögulega afhendingarstaði og reiknar út rekstrarafkomu á ársgrundvelli byggt á áætluðum tekju- og kostnaðarliðum. Niðurstöður kostnaðarmódelsins benda til þess að þrátt fyrir að rekstrarafkoma afhendingarstaða sé neikvæð þá er kostnaðurinn við rekstur þeirra 1/13 af kostnaði við rekstur á hefðbundnum Vínbúðum í þéttbýlisstað með svipuðum íbúafjölda. Næmnigreiningar sýna fram á að hægt sé að ná fram töluverðri hagræðingu með því að t.d. ráðast í aðgerðir til að minnka tínslukostnað, en hann er stærsti kostnaðarliðurinn í ferlinu. Stjórnendur ÁTVR standa einnig frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort rukka eigi fyrir þjónustu afhendingarstaða eða hvort greiða eigi upp rekstrarhallann með tekjum sem koma annars staðar frá, líkt og gert er í Svíþjóð og Finnlandi. Höfundur telur að aukin ánægja viðskiptavina frá litlum þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni vegi meira heldur en rekstrarhallinn þar sem hann er einungis brotabrot af heildarkostnaði fyrirtækisins.

Samþykkt: 
  • 27.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38511


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Afhendingarstaðir á landsbyggðinni fyrir netpantanir áfengis.pdf1.06 MBLokaður til...01.05.2026HeildartextiPDF
Lokaverkefni - yfirlýsing.pdf427.55 kBLokaðurYfirlýsingPDF