is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38514

Titill: 
  • Hönnun á frammistöðumati fyrir leiklýsendur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Frammistöðumat er notað til þess að mæla frammistöðu starfsmanna og er notað í ýmsum tilgangi, meðal annars til starfsþróunar, að finna styrkleika og veikleika starfsfólks og við ákvarðanatöku. Helsta markmiðið með frammistöðumati er þó að bæta frammistöðu starfsmanna. Endurgjöf er einnig mikilvægur hluti af matinu svo starfsmenn viti hvað þeir eru að gera vel og hvað þeir gætu gert betur. Dæmi eru um að almenningur meti frammistöðu kvenkyns leiklýsenda verr en frammistöðu karlkyns leiklýsenda sökum kyns þeirra en íþróttageirinn er mjög karllægur og kynjaskekkja hefur lengi verið til staðar. Konur lenda í ýmsum hindrunum í störfum sínum sökum staðalímynda um að konur séu óæðri karlmönnum þegar kemur að íþróttum. Mikilvægt er að hlutlaus aðili, sem er meðvitaður um kynjaskekkju í íþróttum, meti frammistöðu leiklýsenda svo leiklýsendur geti bætt frammistöðu sína en ekki virðast vera til miklar upplýsingar um frammistöðumat fyrir leiklýsendur. Því var hannað frammistöðumat fyrir leiklýsendur sem hluti af stærri rannsókn í þeim tilgangi að meta kynjaskekkju.

Samþykkt: 
  • 27.5.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38514


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS lokaverkefni.pdf179.43 kBLokaður til...26.05.2071HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing.pdf191.48 kBLokaðurYfirlýsingPDF