Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38516
Seabob is a tropical marine shrimp species fished commercially by several South American countries, including Guyana. Catch and bycatch data collected by at-sea observers (2019-2020) for 48 bottom trawl fishing tows offshore of Guyana were analyzed concerning the explanatory variables: time of year, time of day, depth, and location. The objectives were to quantify the catch per unit effort (CPUE) and catchweight proportion (CWP) of the target seabob species and bycatch, to determine the effect of various fishing-related variables on the catch, and to examine species interactions among the target and bycatch species. Overall, 60 bycatch species were identified with a mean of 21±4 species caught per fishing tow. The discarded bycatch made up a mean of 52% of each fishing tow, with proportions of up to 78%. The CPUE of seabob and bycatch species Stellifer rastrifer (fish), Stellifer microps (fish), and Macrodon ancylodon (fish) were greatest. Linear models were applied to assess the relationship between catch and the explanatory variables. Principal Component Analyses (PCA) were applied to determine the associations among species. A one-way ANOVA of seabob CPUE as a function of fishing zones was significant (p < 0.01), with CPUE highest to the east of Guyana`s coastline. Time of year affected the CPUE of four of the top 10 bycatch species, M. ancylodon (highest in September; 16 kgs/hr), S. plagusia (highest in April; 7 kgs/hr), B. bagre (highest in March; 4 kgs/hr), and T. lepturus (highest in September; 11 kgs/hr). The CWP of the top 10 bycatch species was higher in June for C. ornatus (crustacean) and T. lepturus (fish), in fish zone 8 for C. ornatus, and in shallower depths for A. achirus. Bycatch species S. rastrifer, S. microps, and M. ancylodon were often caught together and were all significantly negatively correlated to seabob. These analyses facilitated a better understanding of the patterns in the seabob fishery in Guyana which will in turn assist in outlining better management measures.
Seabob er hlýsjávar rækjutegund sem veidd er í atvinnuskyni fyrir ströndum nokkurra ríkja í Suður Ameríku, þar á meðal Gvæjana. Gögn sem eftirlitsmenn um borð söfnuðu um afla og meðafla úr 48 togum undan ströndum Gvæjana voru greind m.t.t. tíma árs, tíma dags, dýpt og staðsetningu. Markmiðin voru að ákvarða afla á sóknareiningu (CPUE) og hlutfall þyngdar (CWP) af rækju og meðafla, til að ákvarða áhrif ýmissa veiðitengdra breytna á aflann og kanna samspil tegunda. Í heildina greindust 60 tegundir í meðafla, að meðaltali 21 ± 4 tegundir í togi. Hlutfall brottkasts meðafla var 52% að meðaltali, en fór mest upp í 78% í togi. Afli á sóknareiningu var hæstur hjá seabob og þremur fisktegundum í meðafla, Stellifer rastrifer, S. microps og Macrodon ancylodon. Línuleg aðhvarfsgreining var notuð til að kanna tengsl afla og stýribreytna. Þáttagreiningu (Principal Component Analyzis) var beitt til að ákvarða tengsl á milli tegunda. ANOVA greining leiddi í ljós marktækt samband (p <0,01) seabob CPUE og veiðisvæða þar sem veiðin var mest utan á austasta hluta veiðisvæðisins. Tími ársins hafði áhrif á CPUE hjá fjórum af 10 algengustu tegundum í meðafla, M. ancylodon (mest í september, 16 kg/klst.), S. plagusia (hæst í apríl, 7 kg/klst.), B. bagre (hæst í mars, 4 kg/klst., og T. lepturus (hæst í september, 11 kg/klst.). Hlutfall afla 10 algengustu tegundanna í meðafla var hæst í júní fyrir C. ornatus (krabbadýr) og T. lepturus (fiskur), hæst á veiðisvæði 8 fyrir C. ornatus og á minnsta dýpi fyrir A. achirus. Meðaflategundirnar S. rastrifer, S. microps og M. ancylodon voru oft á sömu slóðinni og var marktækt neikvætt samband milli afla þeirra og afla seabob. Þessar greiningar auðvelduðu betri skilning á mynstrunum í sjávarútvegsveiðunum í Gvæjana sem aftur munu hjálpa til við að setja fram betri stjórnunaraðgerðir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Enska_Skemman_yfirlysing_18_Seion.pdf | 335.2 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Master's Thesis 2021_SENS_Seion_May26.pdf | 1.83 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |